Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli, Eyjólfur Sigurjónsson, Elísabet Erlendsdóttir, Sigrún Torfadóttir, Daniel Karlsson, Særún Ósk Böðvarsdóttir, Anna Margrét Arthúrsdóttir, og Una Guðmundsdóttir skrifa 16. janúar 2025 07:31 Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði. Starfseminni var komið fyrir á tveimur stöðum. Annars vegar á gömlu Brákarborg í Brákarsundi og hinsvegar í skrifstofuhúsnæði í Ármúlanum, sem áður var notað til að hýsa grunnskólanema tímabundið vegna mygluframkvæmda. Fresta þurfti opnun leikskólans um tvo daga vegna flutninganna. Í haust þegar ljóst var að bregðast þurfti við húsnæðisvandanum voru yfirmenn í leikskólahluta Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur spurðir hvernig bregðast ætti við því álagi sem flutningar myndu óhjákvæmilega hafa á starfsfólk, börn og starf skólans. Fátt var um svör annað en að leikskólinn fengi aukningu um tvö stöðugildi. Teljum við þetta svar bera vott um skilnings- og virðingarleysi gagnvart vandanum. Það er skemmst frá því að segja að ekki hefur tekist að ráða í þær stöður og undirritaðir hafa ekki fengið fregnir af því hvort og hvernig hefur verið komið til móts við starfsfólks skólans á þessum erfiðu tímum. Mikið hefur gengið á síðan í haust, svo vægt sé til orða tekið. Í dag eru 12 starfsmenn í langtíma veikindaleyfi. Áhrif þess lýsa sér m.a. í gríðarlegri skerðingu á starfi skólans en ítrekað hefur þurft að loka deildum ýmist hálfa eða heila daga. Frá því að skólastarf hófst að nýju eftir sumarleyfi 2024 þann 12. ágúst og til áramóta hafa foreldrar og forráðafólk fengið 13 ólíka tölvupósta þar sem tilkynnt er um fáliðun, að sækja þurfi börnin á hádegi eða að tiltekin deild sé lokuð allan daginn. Þá voru teknar upp skipulagðar lokanir á hádegi sjö föstudaga þar sem ekki var hægt að manna leikskólann. Uppsafnað eru þetta 19 skipti þar sem er lokað heilan eða hálfan dag. Þar á undan, frá upphafi árs 2024 og til sumarleyfis voru í heildina 21 skipti þar sem lokað var allan daginn, skipt var á milli deilda og þrisvar sinnum þurfti að sækja börnin fyrr utan þessa skipta. Á þeim tíu virku dögum sem eru liðnir síðan leikskólinn opnaði eftir jól hafa verið sendir út sex tölvupóstar um fáliðun og tilkynnt að tilteknar deildir séu lokaðar, ýmist frá hádegi eða allan daginn. Hópur foreldra lýsti óánægju sinni með lokanir skólans og afskiptaleysi borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum og starfsfólki í tölvupósti til Skóla- og frístundasviðs og fagstjóra leikskóla Norðurmiðstöðvar þann 6. janúar 2025. Þar var óskað eftir svörum um hvað yrði gert til að stöðva þessa rútínu sem upp er komin varðandi fáliðun. Svar fagstjóra barst mánudaginn 13. janúar og er því lýst þar að borgin sé meðvituð um ástandið á Brákarborg. Jafnframt segir þar að Skóla- og frístundasvið sjái ekki fyrir endann á þessum vanda og að ekki sé til einföld lausn við honum. Í svarinu kemur fram að setja eigi saman teymi frá Skóla- og frístundasviði þar sem áætlað er að búa til aðgerðaráætlun vegna ástandsins í Brákarborg fyrir næstu vikur og mánuði. Undirritaðir leggja áherslu á að ekki er um nýjan vanda að ræða. Grípa hefur þurft ítrekað til fáliðunar allt frá byrjun árs 2023 og vandinn farið stigvaxandi. Forsvarsmenn Skóla- og frístundasviðs eru fyllilega meðvitaðir um þetta. Undirritaðir eru meðvitaðir um að leikskólastarfsfólk er ekki töfrað fram úr ermi stjórnenda Skóla- og frístundasviðs. Hins vegar sættum við okkur ekki við þau svör sem Skóla- og frístundasvið veitir okkur. Því spyrjum við, hvernig ætlar borgin að koma til móts við börnin okkar og okkur foreldrana á næstu vikum og mánuðum? Hvernig hafa þeir fjármunir sem hafa sparast við að reka ófullmannaðan leikskóla verið nýttir til að efla starf skólans? Hvernig hefur verið komið til móts við starfsfólkið á þessum álagstímum? Undirritaðir vilja ítreka að við höfum ekkert út á starfsfólk leikskólans að setja. Við stöndum heilshugar með kennurum Brákarborgar. Kennarar og leiðbeinendur leikskólans eru að gera allt sem þau geta í óviðunandi og krefjandi vinnuumhverfi. Þau hafa sýnt þrautseigju og dugnað og reynt að láta ástandið ekki bitna á börnunum okkar. Við óttumst að það kraftmikla starfsfólk sem enn er í skólanum sé að bugast undan því álagi sem þau starfa við. Yfirstjórn leikskólahluta borgarinnar virðist þó vera algjörlega um megn að takast á við vanda leikskólans og virðist helsta lausnin sem þau bjóða er að bíða og vona að málin leysist með tímanum. Það kom því verulega á óvart á sjá tilkynningar borgarinnar um byggingu nýs leikskóla í Elliðaárdal og stórhuga stækkun á Múlaborg, í nágrenni bráðabirgðahúsnæðis Brákarborgar í Ármúla. Á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks leikskólastarfi fyrir okkar börn standa deildirnar tómar vegna manneklu. En samt sem áður ætlar borgin að byggja ný leikskólarými. Hvaðan á starfsfólkið að koma til að kenna og leiðbeina börnunum á nýjum eða stærri leikskólum? Væri ekki nærtækara að klára að manna þá leikskóla sem nú þegar eru í borginni? Leikskólinn er fyrsta skólastigið og var til þess stofnað af ríkum ástæðum. Börn og foreldrar þurfa á þessari grunnþjónustu að halda, jafnvel þó að hún sé ekki lögbundin. Reykjavíkurborg segist vera fjölskylduvæn borg en við sem eigum börn í leikskólanum Brákarborg höfum ekki séð það í verki. Börnin okkar hafa búið við rótleysi og óstöðugleika í alltof langan tíma. Með þessu viljum við hvetja Reykjarvíkurborg ásamt frístunda- og skólasviði og fagstjóra leikskóla Norðurmiðstöðvar að takast á raunverulegum vanda leikskólans og sýna vilja sinn í verki. Að auki hvetjum við til samninga við kennara svo að þau fái mannsæmandi laun og eftirsótt verði að starfa í leikskólum. Því að í leikskóla er gaman - þegar það má mæta. Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Brákarborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Sveitarstjórnarmál Börn og uppeldi Mistök við byggingu Brákarborgar Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Leikskólinn Brákarborg hefur verið mikið í fréttunum undanfarið, því miður ekki af góðu. Fyrirferðamestar hafa verið fréttir af nýju húsnæði skólans sem flutt var í um miðjan ágúst 2022. Síðastliðið sumar, rétt fyrir opnun eftir sumarlokun, komu í ljós verulegir hönnunar- og burðarþolsgallar á nýja fallega húsnæðinu sem urðu þess valdandi að flytja þurfti alla starfsemina á nýja staði. Starfseminni var komið fyrir á tveimur stöðum. Annars vegar á gömlu Brákarborg í Brákarsundi og hinsvegar í skrifstofuhúsnæði í Ármúlanum, sem áður var notað til að hýsa grunnskólanema tímabundið vegna mygluframkvæmda. Fresta þurfti opnun leikskólans um tvo daga vegna flutninganna. Í haust þegar ljóst var að bregðast þurfti við húsnæðisvandanum voru yfirmenn í leikskólahluta Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur spurðir hvernig bregðast ætti við því álagi sem flutningar myndu óhjákvæmilega hafa á starfsfólk, börn og starf skólans. Fátt var um svör annað en að leikskólinn fengi aukningu um tvö stöðugildi. Teljum við þetta svar bera vott um skilnings- og virðingarleysi gagnvart vandanum. Það er skemmst frá því að segja að ekki hefur tekist að ráða í þær stöður og undirritaðir hafa ekki fengið fregnir af því hvort og hvernig hefur verið komið til móts við starfsfólks skólans á þessum erfiðu tímum. Mikið hefur gengið á síðan í haust, svo vægt sé til orða tekið. Í dag eru 12 starfsmenn í langtíma veikindaleyfi. Áhrif þess lýsa sér m.a. í gríðarlegri skerðingu á starfi skólans en ítrekað hefur þurft að loka deildum ýmist hálfa eða heila daga. Frá því að skólastarf hófst að nýju eftir sumarleyfi 2024 þann 12. ágúst og til áramóta hafa foreldrar og forráðafólk fengið 13 ólíka tölvupósta þar sem tilkynnt er um fáliðun, að sækja þurfi börnin á hádegi eða að tiltekin deild sé lokuð allan daginn. Þá voru teknar upp skipulagðar lokanir á hádegi sjö föstudaga þar sem ekki var hægt að manna leikskólann. Uppsafnað eru þetta 19 skipti þar sem er lokað heilan eða hálfan dag. Þar á undan, frá upphafi árs 2024 og til sumarleyfis voru í heildina 21 skipti þar sem lokað var allan daginn, skipt var á milli deilda og þrisvar sinnum þurfti að sækja börnin fyrr utan þessa skipta. Á þeim tíu virku dögum sem eru liðnir síðan leikskólinn opnaði eftir jól hafa verið sendir út sex tölvupóstar um fáliðun og tilkynnt að tilteknar deildir séu lokaðar, ýmist frá hádegi eða allan daginn. Hópur foreldra lýsti óánægju sinni með lokanir skólans og afskiptaleysi borgarinnar gagnvart börnum, foreldrum og starfsfólki í tölvupósti til Skóla- og frístundasviðs og fagstjóra leikskóla Norðurmiðstöðvar þann 6. janúar 2025. Þar var óskað eftir svörum um hvað yrði gert til að stöðva þessa rútínu sem upp er komin varðandi fáliðun. Svar fagstjóra barst mánudaginn 13. janúar og er því lýst þar að borgin sé meðvituð um ástandið á Brákarborg. Jafnframt segir þar að Skóla- og frístundasvið sjái ekki fyrir endann á þessum vanda og að ekki sé til einföld lausn við honum. Í svarinu kemur fram að setja eigi saman teymi frá Skóla- og frístundasviði þar sem áætlað er að búa til aðgerðaráætlun vegna ástandsins í Brákarborg fyrir næstu vikur og mánuði. Undirritaðir leggja áherslu á að ekki er um nýjan vanda að ræða. Grípa hefur þurft ítrekað til fáliðunar allt frá byrjun árs 2023 og vandinn farið stigvaxandi. Forsvarsmenn Skóla- og frístundasviðs eru fyllilega meðvitaðir um þetta. Undirritaðir eru meðvitaðir um að leikskólastarfsfólk er ekki töfrað fram úr ermi stjórnenda Skóla- og frístundasviðs. Hins vegar sættum við okkur ekki við þau svör sem Skóla- og frístundasvið veitir okkur. Því spyrjum við, hvernig ætlar borgin að koma til móts við börnin okkar og okkur foreldrana á næstu vikum og mánuðum? Hvernig hafa þeir fjármunir sem hafa sparast við að reka ófullmannaðan leikskóla verið nýttir til að efla starf skólans? Hvernig hefur verið komið til móts við starfsfólkið á þessum álagstímum? Undirritaðir vilja ítreka að við höfum ekkert út á starfsfólk leikskólans að setja. Við stöndum heilshugar með kennurum Brákarborgar. Kennarar og leiðbeinendur leikskólans eru að gera allt sem þau geta í óviðunandi og krefjandi vinnuumhverfi. Þau hafa sýnt þrautseigju og dugnað og reynt að láta ástandið ekki bitna á börnunum okkar. Við óttumst að það kraftmikla starfsfólk sem enn er í skólanum sé að bugast undan því álagi sem þau starfa við. Yfirstjórn leikskólahluta borgarinnar virðist þó vera algjörlega um megn að takast á við vanda leikskólans og virðist helsta lausnin sem þau bjóða er að bíða og vona að málin leysist með tímanum. Það kom því verulega á óvart á sjá tilkynningar borgarinnar um byggingu nýs leikskóla í Elliðaárdal og stórhuga stækkun á Múlaborg, í nágrenni bráðabirgðahúsnæðis Brákarborgar í Ármúla. Á meðan ekki er hægt að halda úti lágmarks leikskólastarfi fyrir okkar börn standa deildirnar tómar vegna manneklu. En samt sem áður ætlar borgin að byggja ný leikskólarými. Hvaðan á starfsfólkið að koma til að kenna og leiðbeina börnunum á nýjum eða stærri leikskólum? Væri ekki nærtækara að klára að manna þá leikskóla sem nú þegar eru í borginni? Leikskólinn er fyrsta skólastigið og var til þess stofnað af ríkum ástæðum. Börn og foreldrar þurfa á þessari grunnþjónustu að halda, jafnvel þó að hún sé ekki lögbundin. Reykjavíkurborg segist vera fjölskylduvæn borg en við sem eigum börn í leikskólanum Brákarborg höfum ekki séð það í verki. Börnin okkar hafa búið við rótleysi og óstöðugleika í alltof langan tíma. Með þessu viljum við hvetja Reykjarvíkurborg ásamt frístunda- og skólasviði og fagstjóra leikskóla Norðurmiðstöðvar að takast á raunverulegum vanda leikskólans og sýna vilja sinn í verki. Að auki hvetjum við til samninga við kennara svo að þau fái mannsæmandi laun og eftirsótt verði að starfa í leikskólum. Því að í leikskóla er gaman - þegar það má mæta. Höfundar eru foreldrar barna í leikskólanum Brákarborg.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun