„Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 16. janúar 2025 13:00 Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir slæmt fyrir samfélagið í heild sinni að Landsvirkjun sé með dómi gert óheimilt að reisa Hvammsvirkjun sem sé búin að vera í undirbúningi í aldarfjórðung. Vísir/Sigurjón Framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins segir grafalvarlegt fyrir íslenskt samfélag að héraðsdómur hafi ógilt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Ef niðurstaðan standi beri stjórnvöld mikla ábyrgð og verði að breyta lögum. Á sama tíma sé verið að einfalda regluverk í Evrópu til að koma grænni orkuöflun af stað. Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður. Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Héraðsdómur ógilti virkjunarleyfi Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í gær en ellefu landeigendur við bakka Þjórsá höfðuðu málið. Í dómnum er hafnað kröfu eigandanna um að leyfi til Fiskistofu vegna byggingar Hvammsvirkjuna verði ógilt. Dómurinn ógildir hins vegar heimild Umhverfisstofnunar um að breyta ákveðnu vatnasvæði í Þjórsá vegna fyrirhugaðra framkvæmda og þar af leiðandi er ógilt leyfi til að reisa raforkuverið. Umhverfisstofnun hafi þannig skort lagaheimildir. Álitsgjafar sem fréttastofa hefur rætt við í morgun segja að stjórnvöld hefðu átt að vera búin að bregðast við svo þessi staða kæmi ekki upp varðandi Umhverfisstofnun. Forstjóri Landsvirkjunar sagði í samtali við fréttastofu í telja mjög líklegt að dóminum verði áfrýjað. Grafalvarleg staðaSigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir niðurstöðuna slæma fyrir samfélagið í heild.„Niðurstaða dómsins er mikil vonbrigði. Staðan sem upp er komin er grafalvarleg. Það hefur verið skortur á raforku um nokkurra ára skeið og ljóst að ný raforka mun ekki koma inn á kerfið fyrr en af nokkrum árum liðnum. Þetta er mjög slæmt fyrir samfélagið í heild sinni. Ég held að engin hafi órað fyrir því að á Íslandi sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun,“ segir Sigurður.Hann telur þó að þetta þýði aðeins frestun á að Hvammsvirkjun.„Það má ekki gleyma því að undirbúningur Hvammsvirkjunar hefur staðið í meira en aldarfjórðung. Þannig að ég sé ekki betur en að það sé búið að velta hverjum einasta steini varðandi þetta verkefni.Við þó gerum ráð fyrir að það verði af þessari mikilvægu framkvæmd en þetta seinkar henni um nokkur ár,“ segir hann.Hann segir brýnt að stjórnvöld bregðist við.„Ef niðurstaða dómsins stendur þá virðist vera að það sé ekki mögulegt að reisa vatnsaflsvirkjun á Íslandi. Ef það er staðan, sem við vitum ekki á þessum tímapunkti, þá er ljóst að stjórnvöld bera þarna mikla ábyrgð og verði að breyta lögum,“ segir Sigurður. Evrópa á annarri leiðHann segir að lög og regluverk hér á landi þegar kemur að leyfum til framkvæmda séu of flókin. Það þurfi að einfalda regluverkið. „Það er fyrir samfélagið mikið umhugsunarefni að við séum komin á þann stað að það geti tekið ár og áratugi að koma framkvæmdum af stað hér á landi. Á sama tíma sjáum við í Evrópu að þar er verið að einfalda regluverk og liðka fyrir því að græn orkuöflun fari af stað,“ segir Sigurður.
Orkumál Alþingi Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landsvirkjun Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira