Hrönn stýrir Kríu Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 14:27 Hrönn Greipsdóttir er forstjóri Nýsköpunarsjóðsins Kríu. Stjórnarráðið Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Hrönn Greipsdóttur í starf forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Nýsköpunarsjóðurinn Kría sé sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og hafi orðið til við samruna Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs. Hlutverk sjóðsins sé að auka framboð fjármagns og fjármögnunarkosta fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og auka viðnámsþrótt fjármögnunarumhverfisins. Sjóðurinn hafi jafnframt það hlutverk að hvetja, með fjárfestingum sínum, einkafjárfesta til þátttöku í fjármögnun nýsköpunar. Tugir umsækjenda Starf forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu hafi verið auglýst laust til umsóknar 14. nóvember 2024. Alls hafi 39 umsóknir borist um starfið en 15 umsækjendur hafi dregið umsóknir sínar til baka. Eftir ítarlegt matsferli hafi stjórn sjóðsins lagt til við ráðherra að Hrönn Greipsdóttir yrði ráðin í starf forstjóra. Hrönn sé með Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá City University Business School í London. Hún sé auk þess með próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.Undanfarin tvö ár hafi Hrönn gegnt stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins þar sem hún hafi borið ábyrgð á rekstri og stjórnun sjóðsins ásamt fjármögnun og ýmsum umsýsluverkefnum. Hefur setið í fjölda stjórna Áður hafi Hrönn starfað sem framkvæmdastjóri Eldeyjar fjárfestingarfélags í fimm ár, þar sem hún hafi verið ábyrg fyrir og leitt fjárfestingar og eignastýringu félagsins, sem hafi verið í vörslu hjá Íslandssjóðum. Hrönn hafi í gegnum tíðina setið í fjölda stjórna, allt frá litlum og meðalstórum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum til eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Hún hafi meðal annars setið í stjórn Verðbréfasjóðs Búnaðarbanka Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, HF verðbréfa, auk fjölda ferðaþjónustufyrirtækja. Nýsköpun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Nýsköpunarsjóðurinn Kría sé sjálfstæður sjóður í eigu ríkisins og hafi orðið til við samruna Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og Kríu, sprota- og nýsköpunarsjóðs. Hlutverk sjóðsins sé að auka framboð fjármagns og fjármögnunarkosta fyrir sprota- og nýsköpunarfyrirtæki og auka viðnámsþrótt fjármögnunarumhverfisins. Sjóðurinn hafi jafnframt það hlutverk að hvetja, með fjárfestingum sínum, einkafjárfesta til þátttöku í fjármögnun nýsköpunar. Tugir umsækjenda Starf forstjóra Nýsköpunarsjóðsins Kríu hafi verið auglýst laust til umsóknar 14. nóvember 2024. Alls hafi 39 umsóknir borist um starfið en 15 umsækjendur hafi dregið umsóknir sínar til baka. Eftir ítarlegt matsferli hafi stjórn sjóðsins lagt til við ráðherra að Hrönn Greipsdóttir yrði ráðin í starf forstjóra. Hrönn sé með Cand.Oecon gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá City University Business School í London. Hún sé auk þess með próf í verðbréfaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.Undanfarin tvö ár hafi Hrönn gegnt stöðu framkvæmdastjóra Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins þar sem hún hafi borið ábyrgð á rekstri og stjórnun sjóðsins ásamt fjármögnun og ýmsum umsýsluverkefnum. Hefur setið í fjölda stjórna Áður hafi Hrönn starfað sem framkvæmdastjóri Eldeyjar fjárfestingarfélags í fimm ár, þar sem hún hafi verið ábyrg fyrir og leitt fjárfestingar og eignastýringu félagsins, sem hafi verið í vörslu hjá Íslandssjóðum. Hrönn hafi í gegnum tíðina setið í fjölda stjórna, allt frá litlum og meðalstórum sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum til eftirlitsskyldra fjármálafyrirtækja. Hún hafi meðal annars setið í stjórn Verðbréfasjóðs Búnaðarbanka Íslands, Viðskiptaráðs Íslands, HF verðbréfa, auk fjölda ferðaþjónustufyrirtækja.
Nýsköpun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vistaskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Láttu rétta fólkið taka eftir þér í vinnunni Atvinnulíf Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Stefán endurkjörinn formaður Viðskipti innlent Fleiri fréttir Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Sjá meira