Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Svava Marín Óskarsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 16. janúar 2025 17:25 Katrín Halldóra lýsti ferð sinni til Tenerife með skoplegum hætti í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars. Leik- og söngkonan Katrína Halldóra Sigurðardóttir vakti mikla athygli í vikunni þegar hún lýsti ferð fjölskyldu sinnar til Tenerife hér um árið með afar kómískum hætti, þar sem karíókíbarir og svefnlausar nætur lituðu ferðina. Hún sagði upplifunina efni í gott leikrit. Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins. Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Katrín Halldóra ætlar í langt og gott frí eftir mikla vinnutörn. Hún ætlar þó ekki til Tenerife og sagði í viðtali við Elísabetu Gunnarsdóttur, í hlaðvarpsþættinum Morgunbollinn með Elísabetu Gunnars, hafa slæma reynslu af umræddu ferðalagi. Í staðinn langar hana til Ítalíu eða Spánar. Mikil umræða myndaðist á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem fólk var ýmist móðgaðir eða sammála og tengdu við upplifun Katrínar. Þá virðist sem einhverjir hafi ekki gert sér grein fyrir því að frásögnin hafi verið sögð með kómískum hætti, líkt og sannri leikkonu sæmir. „Hressandi og skemmtilegt viðtal“ Anna Kristjánsdóttir, íbúi á Tenerife, er ein þeirra sem virðist hafa tekið ummælum Katrínar um nærri sér. Í færslu Önnu á Facebook segir hún meðal annars að eyjan hafi mun meira upp á að bjóða en sól, sand og diskótek, það sé aðeins lítill hluti af stóru sveitarfélagi. Egill Helgason menningarviti blandaði sér í umræðuna og skrifaði færslu á Facebook sem hefur vakið töluverð viðbrögð. Egill Helgason furðar sig á viðbrögðunum.Vísir/Vilhelm „Þekkt leikkona talaði illa um Tene í viðtali, sagði það skelfilegan stað. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Það var eins og hún hefði móðgað íslenskt sveitarfélag eða hrepp – já, þess vegna bara Akureyri – slík er viðkvæmnin,“ segir Egill í færslunni. Fjölmargir tóku til máls á þræðinum við færsluna. Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus, sagði það lýsandi fyrir íslenskt samfélag að þegar einhver lýsti skoðun sem væri á skjön við normið færi maður strax að pæla í því hvernig viðkomandi myndi reiða af í kjölfarið. Óttar Proppé segir viðtalið við Katrínu hafa verið hressandi. „Mér fannst þetta hressandi og skemmtilegt viðtal við frænku. En var strax hugsað til þess að nú gæti hún ekki látið sjá sig í sundi, á facebook eða kringlunni næstu 6-7 mánuði og hvað það væri mikið óhagræði fyrir aktívan þjóðfélagsþegn. Ekki það að ef einhverjum dirfist að tala illa um Manhattan, Beirut eða Hafnir á suðurnesjum verður mér að mæta…“ skrifaði Óttar Proppé, rokkari og fyrrverandi pólitíkus. Frí fyrir alvöru úttekt Ummælin vakti mikla athygli þar á meðal hjá forsvarsmönnum Play. Birgir Olgeirsson upplýsingafulltrúi félagsins hafði meðal annars þetta að segja: „Þetta var svo hressileg frásögn hjá Katrínu og hún er greinilega óhrædd við að segja sína skoðun. Við ákváðum þess vegna að bjóða henni að fara á aðra staði innan leiðakerfis PLAY til að fá alvöru úttekt frá henni,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Vísi er ekki kunnugt um það hvort Katrín Halldóra hafi þegið boð flugfélagsins.
Spánn Play Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira