Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Kjartan Kjartansson skrifar 17. janúar 2025 11:01 Slökkviliðsmaður kælir jarðveg eftir gróðureld í Malibú í Kaliforníu í desember. Til viðbótar við losun manna losnaði umtalsverður koltvísýringur út í andrúmsloftið vegna gróðurelda víða um heim í fyrra sem var hlýjasta árið í mælingasögunni. Vísir/EPA Aldrei áður hefur styrkur gróðurhúsalofttegundarinnar koltvísýrings aukist hraðar í lofthjúpi jarðar en í fyrra frá því að mælingar hófust. Metlosun vegna bruna á jarðefnaeldsneytis, þurrkar og gróðureldar voru hluti af ástæðu þess að styrkurinn jókst svo hratt. Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni. Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Styrkur koltvísýrings nam mest 424 hlutum af milljón (ppm) yfir norðurhvelsveturinn í fyrra og jókst um 3,6 hluta úr milljón frá 2023. Þetta er mesta aukning á milli ára frá því að samfelldar mælingar hófust á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí árið 1958. Styrkur gróðurhúsalofttegundurinnar er nú helmingi hærri en áður en iðnbyltingin hófst og sá hæsti á jörðinni í að minnsta kosti tvær milljónir ára. Þótt að koltvísýringur sé snefilefni í lofthjúpnum hefur hann mikil áhrif á hitastig yfir yfirborð jarðar þar sem hann fangar hitageislun. Hann lifir í aldir og allt að þúsund ár í lofthjúpnum. Því heldur losun mannkynsins á honum frá iðnbyltingu áfram að hlaðast upp í andrúmsloftinu. Árleg losun manna nemur tugum milljarða tonna. „Þessar nýjustu niðurstöður staðfesta enn frekar að við erum á leið inn á ókannaðar slóðir hraðar er nokkru sinni áður þar sem það herðir enn á aukningunni,“ segir Ralph Keeling sem stýrir mælingunum við Scripps-hafrannsóknastofnun Bandaríkjanna við breska ríkisútvarpið BBC. Bruni jarðefnaeldsneyti í nýjum hæðum Nokkrar vísindastofnanir staðfestu í síðustu viku að árið 2024 hefði verið það hlýjasta í mælingasögunni. Það var jafnframt það fyrsta þar sem hlýnun jarðar fór umfram þær 1,5 gráður frá iðnbyltingu sem miðað var við í Parísarsamkomulaginu árið 2015. Miðað er við að hlýnun verði ekki meiri sem meðaltal yfir nokkurra áratuga skeið. Bráðabirgðagögn Global Carbon Project, hóps sem rannsakar losun gróðurhúsalofttegunda, benda til þess að koltvísýringslosun vegna bruna jarðefnaeldsneytis hafi náð nýjum hæðum í fyrra. Í ofanálag hafi jörðin sjálf verið verr í stakk búin til að binda kolefnið en áður vegna gróðurelda og þurrka. Áætlað er að hún hafi bundið um helming þess kolefnis sem mannkynið hefur losað, bæði í hafinu og í gróðri. Veðurfyrirbrigðið El niño magnaði upp manngerða hlýnun í fyrra. Andstæða El niño er nú tekin við og því telja vísindamenn að árið í ár verði ekki jafnheitt og 2024. Það verður þó skammgóður svali. „Þótt það kunni að vera tímabundin grið með aðeins svalari hitastigi mun hlýnun halda áfram vegna þess að koltvísýringur hleðst ennþá upp í lofthjúpnum,“ segir Richard Betts frá bresku veðurstofunni.
Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira