Núnez með tvö mörk í uppbótartíma

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þegar allt stefndi í þriðja jafntefi Liverpool í röð kom Darwin Núnez liðinu til bjargar.
Þegar allt stefndi í þriðja jafntefi Liverpool í röð kom Darwin Núnez liðinu til bjargar. getty/Ryan Pierse

Darwin Núnez skoraði bæði mörk Liverpool í uppbótartíma í 0-2 sigri á Brentford í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Leikmenn Liverpool skutu og skutu að marki Brentford en inn vildi boltinn ekki. Dominik Szoboszlai átti meðal annars skot í slá í fyrri hálfleik.

Þegar mínúta var komin fram yfir venjulegan leiktíma sendi Trent Alexander-Arnold fyrir markið á varamanninn Núnez sem skoraði.

Úrúgvæinn var ekki hættur og tveimur mínútum síðar skoraði hann annað mark sitt eftir sendingu frá öðrum varamanni, Harvey Elliott.

Liverpool er með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en Arsenal getur minnkað það aftur niður í fjögur stig með sigri á Aston Villa á eftir. Brentford er í 11. sæti deildarinnar.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira