Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2025 19:01 Vopnahlé tekur gildi á Gasasvæðinu í fyrramálið. AP/Jehad Alshrafi Fjögurra manna fjölskylda var drepin í loftárásum Ísraelsmanna á Gasasvæðið í nótt, sólarhring áður en umsamið vopnahlé tekur þar gildi. Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Ríkisstjórn Ísrael samþykkti vopnahléstillöguna seint í gærkvöld. Tuttugu og fjórir ráðherrar eru sagðir hafa samþykkt tillöguna en átta munu hafa greitt atkvæði gegn henni. Vopnahlé mun því taka gildi snemma á morgun og verður fyrstu gíslum þá sleppt úr haldi, en talið er að um hundrað séu enn í haldi Hamas samtakanna, af þeim 250 sem teknir voru í gíslingu þann 7. október árið 2023. Þá ætla Ísraelsmenn að sleppa Palestínumönnum úr fangelsi og meðal annars dæmdum hryðjuverkamönnum. Í nótt, sólarhring áður en vopnahlé tekur gildi eru Ísraelar sagðir hafa varpað sprengjum á Gasasvæðið. Fjögurra manna fjölskylda lét lífið í árásinni. „Á síðustu klukkustundunum fyrir stríðslok vorum við vakin með öflugri sprengju sem var varpað úr flugvél. Við hlupum frá tjöldunum okkar til að sjá hvað hafði gerst. Nágrannar okkar úr næstu tjöldum höfðu orðið fyrir eldflauginni. Við hjálpuðum til við að safna saman líkamshlutum þeirra, sagði Waseem Matar, nágranni fjölskyldunnar. Neyðaraðstoð berist á morgun Samkvæmt samkomulaginu eiga ísraelskir hermenn að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á meðan vopnahléið stendur yfir. Í frétt Times of Israel segir að Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hafi lofað því á ríkisstjórnarfundinum að Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, hafi heitið Ísraelum fullum stuðningi verði brotið gegn skilmálum vopnahlésins. Heilbrigðisyfirvöld á Gasasvæðinu, sem Hamas stýrir, segja að minnst 46 þúsund liggi í valnum eftir árásir Ísraela undanfarna fimmtán mánuði. Aðstæður eru sagðar hræðilegar en eftir að vopnahléið tekur gildi er búist við því að neyðaraðstoð streymi inn á svæðið.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira