Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 22:30 Sjókvíaeldi í Berufirði. Tillaga til rekstrarleyfis til sjókvíaeldis í Seyðisfirði var kynnt á dögunum. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru samtakanna VÁ! – félags um vernd fjarðar og eigenda jarðarinnar Dvergasteins á hendur Matvælastofnun vegna synjunar um frest til að skila inn athugasemdum við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði. Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna. Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Þann 12. desember gaf Matvælastofnun út tillögu að rekstrarleyfi Kaldvíkur hf. til fiskeldis í Seyðisfirði. Frestur til að skila inn athugasemdum við tillöguna rann út í gær. Í úrskurðinum, sem kveðinn var upp í dag, segir að í upphafi árs hafi VÁ og eigendur jarðarinnar Dvergasteins á Seyðisfirði óskað eftir því við Matvælastofnun að frestur til athugasemda við auglýsta tillögu að rekstrarleyfi til sjókvíaeldis í Seyðisfirði yrði framlengdur. Kærendur hafi vísað til þess að nýju áhættumati frá Hafrannsóknarstofnun hefði verið frestað og fyrir vikið lægju ekki fyrir ný viðmið frá því að umfangsmiklar slysasleppingar og umhverfisslys hefðu orðið í atvinnugreininni. Matvælastofnun hafi gefið þau svör að stofnunin teldi ekki þörf á að framlengja umræddan frest. Kærendur hafi þá ítrekað beiðni sína en stofnunin vísað til fyrra svars og hafnað beiðninni. Í kjölfarið hafi synjunin verið kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í niðurstöðum nefndarinnar kemur fram að samkvæmt stjórnsýslulögum verði stjórnvaldsákvörðun, sem ekki bindi enda á mál, ekki kærð fyrr en málið hafi verið til lykta leidd. Hin kærða ákvörðun varði málsmeðferð Matvælastofnunar við útgáfu rekstrarleyfis en ekki sé að ræða um ákvörðun sem bindi enda á mál. Þá eigi undantekningar frá því ákvæði ekki við í málinu. Með vísan til þess yrði kærumálinu vísað frá úrskurðarnefndinni. Rætt var við Benediktu Guðrúnu Svavarsdóttur formann félagsins og Katrínu Oddsdóttur lögmann um áformin í Kvöldfréttum á dögunum. Hátt í fimm þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að stöðva leyfisveitinguna.
Sjókvíaeldi Múlaþing Stjórnsýsla Fiskeldi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira