Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. janúar 2025 08:58 Nour og bróðir hennar Mohamed Ballas reyna að bjarga því sem bjargað verður úr húsarústum heimilis fjölskyldunnar í Rafah. AP/Abdel Kareem Hana Viðbragðsaðilar á Gasa segjast gera ráð fyrir því að yfir 10 þúsund lík sé að finna í húsarústum á svæðinu. Vonir standa til að hægt verði að fjarlægja líkin á næstu 100 dögum en skortur á jarðýtum og öðrum búnaði mun líklega seinka aðgerðum. Þúsundir íbúa Gasa hafa nú snúið aftur til heimkynna sinna eftir að Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé. Heimkynnin eru þó í flestum tilvikum húsarústir en Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 60 prósent bygginga á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst í loftárásum Ísraelshers. Langflestir íbúa Gasa, tvær milljónir, eru án heimilis og tekna og reiða sig á neyðaraðstoð til að komast af. Aðstoðin hefur sem betur fer aukist verulega frá því að vopnahlé komst á en 630 flutningabifreiðar hlaðnar neyðargögnum óku inn á svæðið á sunnudag og 915 í gær. Gríðarlegrar fjárfestingar er þörf á Gasa til að endurreisa svæðið. Íbúar eru farnir að snúa aftur heim og segjast staðráðnir í þvi að endurbyggja.AP/Jehad Alshrafi BBC hefur eftir Sam Rose, starfandi framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að það séu ekki aðeins innviðirnir sem þarfnist endurbyggingar heldur einnig einstaklingurinn og fjölskyldurnar. „Trámað sem [íbúarnir] hafa upplifað, þjáningin, missirinn, sorgin, niðurlægingin og grimmdin sem þeir hafa mátt þola síðustu sextán mánuði; þetta er langur vegur.“ Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu áætla að um 47 þúsund hafi verið drepnir á Gasa og yfir 110 þúsund særðir. Þau hafa ekki upplýst um hlutfall bardagamanna af látnu en segja meirihlutann konur og börn. „Á hverri götu eru látnir. Í hverju hverfi er fólk undir rústunum,“ segir Abdullah Al-Majdalawi, 24 ára viðbragðsaðili. Fólk sé enn að hringja og tilkynna um ástvini grafna í húsarústum. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Þúsundir íbúa Gasa hafa nú snúið aftur til heimkynna sinna eftir að Ísrael og Hamas sömdu um vopnahlé. Heimkynnin eru þó í flestum tilvikum húsarústir en Sameinuðu þjóðirnar áætla að yfir 60 prósent bygginga á Gasa hafi skemmst eða eyðilagst í loftárásum Ísraelshers. Langflestir íbúa Gasa, tvær milljónir, eru án heimilis og tekna og reiða sig á neyðaraðstoð til að komast af. Aðstoðin hefur sem betur fer aukist verulega frá því að vopnahlé komst á en 630 flutningabifreiðar hlaðnar neyðargögnum óku inn á svæðið á sunnudag og 915 í gær. Gríðarlegrar fjárfestingar er þörf á Gasa til að endurreisa svæðið. Íbúar eru farnir að snúa aftur heim og segjast staðráðnir í þvi að endurbyggja.AP/Jehad Alshrafi BBC hefur eftir Sam Rose, starfandi framkvæmdastjóra Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna, að það séu ekki aðeins innviðirnir sem þarfnist endurbyggingar heldur einnig einstaklingurinn og fjölskyldurnar. „Trámað sem [íbúarnir] hafa upplifað, þjáningin, missirinn, sorgin, niðurlægingin og grimmdin sem þeir hafa mátt þola síðustu sextán mánuði; þetta er langur vegur.“ Heilbrigðisyfirvöld í Palestínu áætla að um 47 þúsund hafi verið drepnir á Gasa og yfir 110 þúsund særðir. Þau hafa ekki upplýst um hlutfall bardagamanna af látnu en segja meirihlutann konur og börn. „Á hverri götu eru látnir. Í hverju hverfi er fólk undir rústunum,“ segir Abdullah Al-Majdalawi, 24 ára viðbragðsaðili. Fólk sé enn að hringja og tilkynna um ástvini grafna í húsarústum.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira