Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. janúar 2025 07:03 Kai Havertz í leiknum gegn Manchester United. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Sautján ára gamall táningur hefur verið handtekinn vegna þeirra viðbjóðslegu ummæla sem látin voru falla í garð Kai Havertz og eiginkonu hans eftir að leikmaðurinn brenndi af vítaspyrnu í tapi Arsenal gegn Manchester United í ensku bikarkeppninni í fótbolta. Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun. Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira
Rauðu djöflarnir fóru áfram í ensku bikarkeppninni á dögum á kostnað Arsenal. Eftir að Martin Ödegaard brenndi af vítaspyrnu sem Havertz fiskaði þurfti vítaspyrnukeppni til að skera úr um hvort liðið færi áfram en staðan að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu var jöfn 1-1. Í vítaspyrnukeppninni brenndi Havertz af þegar Altay Bayındır varði spyrnu hans alveg út við stöng. David Raya, markverði Arsenal, tókst ekki að verja neina spyrnu United-manna og Man Utd fór áfram í bikarnum að þessu sinni. Fundu sumir sig knúna til að senda Havertz - sem og óléttri eiginkonu hans - viðbjóðsleg skilaboð að leik loknum. „Ég vona að þú lendir í fósturláti,“ stóð í einum skilaboðunum sem Sophia, eiginkona Havertz fékk send á Instagram. „Ég ætla að koma heim til þín og slátra barninu þínu. Ég er ekki að grínast, bíddu bara,“ stóð í öðrum. Í skjáskotum sem Sophia sjálf birti á Instagram má sjá að um fleiri en einn sökudólg er að ræða. Nú greinir breska ríkisútvarpið, BBC, frá því að einn aðili hafi verið handtekinn vegna málsins. Um er að ræða 17 ára gamlan pilt frá borginni St Albans á Englandi. Hann var látinn laus gegn tryggingu. Sophia biðlar til fólks að gæta betur að því hvernig það hegðar sér, og skrifaði með skilaboðunum sem hún birti á Instagram: „Mér finnst það algjörlega með ólíkindum að einhver geti skrifað svona lagað. Vonandi skammast þú þín innilega. Ég veit ekki einu sinni hvað ég get sagt en vinsamlegat sýnið meiri nærgætni. Við erum betri en þetta.“ Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók í sama streng. Segir hann skilaboðin sem leikmann fái eftir leiki ólíðandi og það þurfi að útrýma slíkri hegðun.
Enski boltinn Fótbolti England Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Fleiri fréttir Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Maðurinn sem vildi breyta nafninu sínu í Manchester United er allur Amorim ræddi stuðningsyfirlýsinguna frá Ratcliffe: „Ég vil ekki hugsa þannig“ Sjáðu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Man. Utd Sjá meira