Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2025 20:22 Barni og móður heilsast vel. Hildur Þórisdóttir Kona sem eignaðist barn á Seyðisfirði í óveðrinu í vikunni segir það óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg líkt og það gerði. Öryggi íbúa sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austfjörðum. Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur. Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira
Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur.
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Fleiri fréttir Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Sjá meira