Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 22. janúar 2025 22:58 Atli Freyr Magnússon segir ákveðið óöryggi vera meðal kennara. Vísir Klínískur atferlisfræðingur segist finna fyrir talsverðum breytingum innan skólasamfélagsins. Hann segir kennara og nemendur finna fyrir óöryggi vegna þessara breytinga. „Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“ Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira
„Ég og kollegar mínir höfum verið að vinna með kennurum inni í almennum skólum og við erum klárlega að sjá breytt umhverfi,“ segir Atli Freyr Magnússon, klínískur atferlisfræðingur. Nú til dags sé fjölbreyttari nemendahópur í grunnskólum en áður og þar af leiðandi fjölbreyttari vandamál sem kennarar þurfa að eiga við. Undanfarna daga hefur verið fjallað um agavandamál og aukna ofbeldishegðun grunnskólabarna gagnvart starfsfólki skólanna. „Það má oft á tíðum koma til móts við þessa krakka,“ segir Atli. Mikil vitundarvakning hafi átt sér stað meðal barna varðandi réttindi sín. Atli segist finna fyrir þessar vakningu innan skólasamfélagsins. „Ég finn fyrir því þegar ég kem inn í skólann að kenna námskeið og veita ráðgjöf að margir eru óöruggir í þessum nýja veruleika. Ég tel þessar breytingar vera mjög góðar þó svo að skrefin sem þarf að taka til þess að ná fram og að vinna meðfram réttindum barna séu erfið, er það umhverfið sem allir vilja vinna í,“ segir Atli. Ákveðið óöryggi sé meðal kennara um hvaða skref eigi að taka og geti það skapað óöryggi hjá börnunum. „Síðan má ekki gleyma því í öllu þessu að það er vandamál í grunnskólum en á bak við öll þessi mál eru börn í vanda og þessi vandi verður ekki leystur öðruvísi heldur en að koma til móts við börnin. Þetta eru börn sem að líður illa og þau eru að missa stjórn á skapi sínu í skólanum, sem er klárlega erfitt fyrir skólasamfélagið, en á bak við hvert og eitt mál er barn sem líður illa og þarf á aðstoð að halda.“
Börn og uppeldi Grunnskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Sjá meira