Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 00:03 Hún komst naumlega lífs af undan hrottalegum árásum Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova. Keshet 12/Ortal Dahan Ziv Söngkonan Yuval Raphael verður fulltrúi Ísraels í Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovision, eftir að hafa borið sigur úr bítum í forkeppninni þar í landi. Hún er ein þeirra sem lifði af árás Hamas-liða á tónlistarhátíðina Nova sjöunda október 2023. Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Yuval er 24 ára og kemur frá bænum Raanana í nágrenni Tel Avív. Hún var gestur á tónlistarhátíðinni Nova þar sem Hamas myrti 364 manns, að mestu óbreytta tónleikagesti, og særði umtalsvert fleiri. Þar að auki voru 40 gíslar teknir á hátíðinni og margir beittir kynferðislegu ofbeldi. Árásin er stærsta hryðjuverkaárás sem framin hefur verið í sögu Ísraels. Hundruð voru skotin til bana þar sem þau reyndu að flýja árásarmennina í sprengjubyrgi í nágrenninu. Yuval var ein þeirra sem komust ofan í byrgi í tæka tíð. Í umfjöllun EurovisionWorld segir að hún hafi falið sig í litlu sprengjubyrgi ásamt fimmtíu öðrum á meðan árasirnar dundu yfir. Hamas-liðar hafi fundið þau og ítrekað skotið á byrgið. Aðeins ellefu þeirra fimmtíu sem földu sig þar höfðu það af. Yuval þóttist vera dáin undir líkum hinna látnu í átta klukkustundir. Fram kemur í umfjöllun Jerusalem Post að Yuval hafi vakið mikla athygli í Ísrael á meðan forkeppninni stóð ekki síst vegna þess að hún byrjaði ekki að koma fram að atvinnu fyrr en eftir hryðjuverkaárásina. Enn liggur ekki fyrir hvaða lag Yuval mun syngja en í Ísrael er það valið af dómnefnd á vegum sjónvarpsstöðvarinnar KAN11 í mars. Eurovision fer svo fram í Sviss í maí.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Eurovision 2025 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira