Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar 23. janúar 2025 12:00 Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Ofbeldi barna Skóla- og menntamál Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að samstarf heimilis og skóla sé gríðarlega mikilvægt og stuðlar að betri líðan nemenda og starfsfólks skóla. Einnig bætir samstarf námsárangur nemenda og stuðlar að betri skóla og bekkjarbrag. Velferð og farsæld barna er því sameiginlegt verkefni heimila, skóla og þess nærumhverfis sem barnið er í. Eins og nafnið samstarf gefur til kynna þá þarf tvo eða fleiri til. Til þess að samstarf heimilis og skóla sé gott þá hefur skólinn mikilvægt hlutverk. Skólinn þarf að vera leiðandi í samskiptum við foreldra og bjóða til samtals og þátttöku. Það er grundvallaratriði að eiga í reglubundnum og uppbyggilegum samskiptum bæði við skólann sjálfan og aðra foreldra. Ef samskiptin eru byggð á jákvæðum grunni auðveldar það úrvinnslu mála sem geta komið upp, sérstaklega ef þau eru erfið. Þarna verðum við foreldrar að gæta þess að vera fyrirmyndir fyrir börnin okkar. Við verðum að gæta að því hvernig við tölum og hverskonar orðræðu við notum á heimilinu. Þetta gildir um svo margt, hvort sem við erum að tala um skólann eða eitthvað sem honum tengist, önnur börn eða jafnvel bara um fólk sem við sjáum oft í sjónvarpinu. Ef við erum alltaf að gagnrýna til dæmis fataval eða hárgreiðslu hjá Gísla Marteini þá er líklegra að barnið okkar taki því sem eðlilegri umræðu og fari að tala svona við aðra. Við hjá Heimili og skóla fjöllum mikið um samstarf heimilis og skóla og foreldrasamstarf almennt. Það er mikilvægt að hafa alltaf þessi “orðræðu” gleraugu á sér sem foreldri. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft. Síðastliðið ár hefur ofbeldishegðun stóraukist hjá ungu fólki. Hvort sem það er inni í skólastofunni eða annarstaðar. Til þess að sporna við þessari hegðun er mikilvægt að samfélagið vinni saman sem heild, þá er sérstaklega mikilvægt að samstarf heimili og skóla sé farsælt. Íslenska forvarnarmódelið var búið til á tíunda áratug síðustu aldar þegar vímuefnaneysla ungmenna var vaxandi vandamál í samfélaginu. Módelið snýst um samstarf margra aðila sem koma að nærumhverfi barna og ungmenna. Við sáum mjög vel að með þessu módeli, sem byggir á því að öll í nærumhverfi barns vinni saman skilar árangri og minnkar áhættuhegðun. Svo miklum árangri að Ísland er orðið “heimsfrægt” fyrir þetta módel sitt. Það er mikilvægt að enginn taki skref til baka. Því þurfum við að ganga í takt þegar kemur að því að búa til farsælt samfélag fyrir börnin okkar. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra bjóðum upp á frábært verkfæri sem auðveldar foreldrahópum að ganga í takt. Þetta verkfæri kallast Farsældarsáttmálinn og byggir á því að foreldrar koma sér saman um ákveðin viðmið og gildi sem þeir telja að séu mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska þess barnahóps sem verið er að vinna með. Einnig gefur það foreldrum tækifæri á því að mynda breitt tengslanet með öðrum foreldrum í nærsamfélaginu og þannig verið öflug rödd umbóta. Með því að sameinast í þessari vinnu mynda foreldrarnir þetta nauðsynlega “þorp” sem þarf til þess að ala upp barn. Eigum reglubundin og uppbyggileg samskipti við skólana, aðra foreldra, frístundaleiðbeinendur og sem koma að degi barnanna okkar. Gætum að góðu upplýsingaflæði og aukum tengslin. Við kunnum þetta og við höfum gert þetta áður. Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt í þágu farsældar barnanna okkar. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun