Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 13:31 Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Kennarahlutverkið hefur breyst í gegnum árin og þá sérstaklega síðustu ár. Æ fleiri þættir falla nú undir verkahring kennarans, utan þess að beinlínis mennta nemendur. Sumir segja jafnvel að kennarastarfið hafi hægt og rólega þokast í áttina að því að vera umönnunarstarf frekar en fræðslustarf. Þá hafi skólakerfið líka losað sig við ljóta hluti eins og getuskiptingu og einkunnir í tölum. Það getur svo sem verið gott og blessað. Margir telja það hið besta mál. En þá getur fólk ekki verið undrandi ef gefið er eftir í öðrum þáttum. Eitt af því sem hefur fjölgað hlutverkum kennarans er innleiðing skóla án aðgreiningar. Fyrirbæri sem barist var fyrir á göfugum forsendum. Eitthvað sem ýmsar rannsóknir benda til að virki og hafi jákvæð áhrif í skólastarfi. Ef það er á annað borð vel gert. Hugtakið skóli án aðgreiningar var svo notað í fyrsta skipti í lögum um grunnskóla árið 2008. Og innleidd í inn í íslenskt menntakerfi árin 2010-2012. Í kjölfar niðurskurðarstefnu fjármálahrunsins innan skólakerfisins. Talandi um frábæra tímasetningu. Það virðist vera að leiðtogar þess tíma hafi litið á þetta sem gæðastimpil í kladdann, en fátt annað. Jafnvel leið til hagræðingar. Að spara án aðgreiningar. Taka fjármagn sem fyrir var í sérúrræðum og færa það inn í skólana. Auka skilvirkni og ná frekari stærðarhagkvæmni. Eða öllu heldur að taka sérúrræðin og færi þau inn í skólana en spara þá fjármálin. Það má nokkurnveginn líkja þessu við lagabreytinguna um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu sem sett var í lög en var ekki gert ráð fyrir í fjárlögum. Gæti þetta hafa verið ákveðin dygðaskreyting þáverandi stjórnvalda. Tveimur árum eftir að þetta var sett af stað með pompi og prakt byrjar svo Ísland að dragast aftur í Pisa könnunum á fleiri en einu sviði. Það mætti kannski draga ályktun að þarna gæti verið tenging á milli. En hver er orsökin þá? Er líklegt að kennarar valdi því einfaldlega ekki að sífellt sé verið að víkka verksvið þeirra. Að koma til móts við alla, á öllum forsendum. Vissulega aðlöguðust kennarar, unnu af heilindum og festu, því þeir bera hag nemenda sinna fyrir brjósti. En er það sjálfbært. Og hvað kostar það? Viljum við þúsundþjalasmiði sem eru þokkalegir í mörgu en ekki góðir í neinu. Eða viljum við sérfræðinga í fræðslustarfsemi. Höfundur er kennari.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun