„Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. janúar 2025 22:41 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, sá breytingar í formi bætinga hjá sínum mönnum í kvöld. Hann er ekki í virkri leit að nýjum leikmanni en útilokar ekkert. vísir / diego Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftanes, var ánægður með 111-100 sigur og frammistöðu sinna manna í skemmtilegum leik gegn KR. Þó sé ekki tímabært að tala um að Álftanes sé að slíta sig laust frá fallbaráttu. Hvort breytinga sé von eins og á síðasta ári veit guð einn. „Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá. Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira
„Þetta var mjög flott frammistaða og skemmtilegur leikur. Varð mjög opinn, bæði lið að skora mikið og hitta vel. Þetta varð svolítil keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð. Það var það sem við ræddum í leiknum. [KR-ingar] spiluðu fantafínan leik og eru náttúrulega í góðum takti. Frábært lið, mjög vel spilandi. Já, bara hörkuleikur og gaman að vinna hann,“ sagði Kjartan fljótlega eftir leik. Grunnurinn að þessum góða sigri var lagður þriðja leikhluta. Eftir mjög jafnan fyrri hálfleik voru Álftnesingar með afgerandi forystu þegar fjórði leikhluti hófst. „Það voru ákveðin varnaratriði sem bötnuðu hjá okkur. Margt af því var bara eitthvað sem strákarnir fundu sjálfir út úr, lausnir á gólfinu, og svo líka eitthvað sem við ræddum um. Svo fannst mér sóknin líka mjög markviss á þeim tíma,“ sagði Kjartan um þann kafla leiksins. Hann greindi svo frá því að Dúi Þór Jónsson hafi verið fjarverandi úr liði Álftaness í kvöld vegna meiðsla í nára, áður en talið barst að næstu tveimur leikjum gegn ÍR (úti) og Haukum (heima). Þar gefst Álftnesingum tækifæri á að tengja saman sigra og slíta sig lausa frá fallbaráttunni, en Kjartan fer ekki fram úr sér og hugsar bara um einn leik í einu. „Það er ekki hægt að vera að horfa eitthvað lengra en það að næst er ÍR, sem er bara virkilega vel spilandi lið og rosalega orkumikið. Við byrjum bara að undirbúa okkur fyrir það núna um helgina og stefnum á að eiga frábæran leik þar.“ Guð einn veit Að lokum var Kjartan svo spurður hvort einhverjar breytingar séu í vændum áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Nei við erum ekki að skoða en ég sagði það líka í fyrra [þegar Álftanes fékk Norbertas Giga á lokadegi gluggans, rétt eftir að hafa samið við Róbert Sean Birmingham]. Maður er að reka sig á það að það eru viðbætur alls staðar og maður er að heyra alls konar orðróma. Mér fannst við fá viðbætur í kvöld í formi aukins krafts og svoleiðis hjá strákunum. Þannig að við erum ekki að skoða, en gerist eitthvað? Guð einn veit það,“ sagði Kjartan þá.
Bónus-deild karla UMF Álftanes KR Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Sjá meira