Íhugar formannsframboð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 21:09 Sjálfstæðisfélög hafa skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram til embættis formanns. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar. Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Sjá meira
Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48
Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09