Íhugar formannsframboð Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 24. janúar 2025 21:09 Sjálfstæðisfélög hafa skorað á Guðrúnu að bjóða sig fram til embættis formanns. vísir/vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar. Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“ Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Nú þegar fimm vikur eru í landsfund Sjálfstæðisflokksins hefur enginn opinberlega boðið fram krafta sína í embætti formanns og varaformanns flokksins þrátt fyrir að fjölmargir hafi verið orðaðir við framboð í embættin tvö. Nú er ljóst að Þórdís Kolbrún ætlar ekki fram og þykja þessi hér líklegust til að taka slaginn. Þessi hér eru talin líklegust til að bjóða sig fram til embættis formanns flokksins.grafík/sara Samkvæmt heimildum fréttastofu vinnu Áslaug Arna hörðum höndum að framboði sínu til formanns og hefur gert í nokkurn tíma. Guðlaugur Þór liggur sömuleiðis undir feldi. Tekur áskorunum af æðruleysi og hugsar málið Sífellt fleiri eru sagðir horfa til Guðrúnar Hafsteinsdóttur en á síðustu dögum hafa Sjálfstæðisfélög skorað opinberlega á hana að bjóða sig fram til formanns. Guðrún segir áskoranir koma á óvart. Hún taki þeim af æðruleysi og segist auðmjúk yfir stuðningnum. Hún segist ekki hafa tekið ákvörðun um framboð en hefur á síðustu vikum og dögum tekið samtöl við flokksmenn sem skora á hana. „Það er nú einhvern veginn þannig að þegar maður fær áskoranir með þessum hætti og á þessi samtöl þá á einhverjum tímapunkti ferðu kannski að máta þig inn í einhverjar aðstæður. Ég væri ekki að segja satt ef ég segði ekki að ég tek þetta til mín og mun taka það til ígrundunar með sjálfri mér, fjölskyldu minni og stuðningsmönnum.“ Þannig þú ert að íhuga þetta? „Já ég er að því.“ Skoðar landslagið Hún segist nú skoða landslagið enda þurfi hún að meta hvort hún myndi ná tilætluðum árangri bjóði hún sig fram. Hvað ætlar þú að gefa þér langan tíma til að hugsa þetta? „Ég ætla bara að gefa mér þann tíma sem ég þarf.“
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48 Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Fleiri skora á Guðrúnu Stjórn Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar hefur skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttir, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, til þess að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi flokksins. 23. janúar 2025 16:48
Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Sjálfstæðisfélögin í Austur-Skaftafellssýslu hafa skorað á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, oddvita Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi, að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins, á landsfundi flokksins sem haldinn verður 28. febrúar til 2. mars næstkomandi. 23. janúar 2025 14:09