Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar 26. janúar 2025 22:01 Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nú fer Alþingi að koma saman aftur. Virðing Alþingis er því miður orðið ansi lítil. Sumir þingmenn jafnvel skrópa, og eru meira og minna í símanum. Alþingismenn eru kosnir af þjóðinni. Verkefni þeirra er að vinna fyrir þjóðina, að hagur hennar verði sem bestur. Allir Alþingismenn eiga að vinna að því markmiði, bæði ráðherrar og aðrir þingmenn, hvort sem þeir eru í meiri-eða minnihluta. Mér finnst því miður það ekki vera raunin. Í staðinn fyrir að vinna saman að þessu markmiði, er alltaf verið að berjast um völdin, hver ræður og hver gerir hvað. Það fer alltof oft mikill tími í það og ekkert gerist. Mér finnst að það ætti að hætta að nota orðið stjórnarandstöðu um minnihlutann. Það virkar ekki jákvætt. Það hljómar eins og að minnihlutinn eigi alltaf að vera í andstöðu við stjórnina. Hann þarf ekki endilega vera í andstöðu við stjórnina, þó hann greini mögulega á um leiðina. Þá þarf bara að finna út úr því og miðla málum, til að það sé best fyrir þjóðina, en ekki fyrir sérhagsmuni. Þó þingmenn mismunandi flokka séu ósammála um margt, þá hljóta þeir að geta sameinast um aðal verkefnin, sem eru bráðnauðsynleg. Þjóðin kaus þingmennina til að gæta að þjóðarhag. Allir þingmenn þurfa að mæta og það ætti að vera símabann eins og í skólum. Þeir í minnihlutanum hafa líka hlutverk, en ekki eins og Sigurður Ingi hélt, að hann væri bara kominn í frí þar sem hann var ekki lengur í stjórn og kominn í minnihluta. Hann á auðvitað að halda áfram að vinna að því að gæta að hag þjóðarinnar, með meirihlutanum, en auðvitað veita honum aðhald ef til þess þarf, en ekki bara til að vera á móti! Eins og orðið stjórnarandstaða virðist þýða! Ég leyfi mér að vera bjartsýn um framtíðina og er að vona að nú verði breyting á. Mér sýnist að með Kristrúnu við stjórnvölinn verði Alþingi samstíga og samhent. Stjórnin, minnihlutinn og aðrir þingmenn, að vinna að stóru verkefnunum í þágu þjóðarinnar en ekki sérhagsmuna. Að verkin verði látin tala. Höfundur er (h)eldri borgari.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun