Kansas City Chiefs enn á ný komið í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2025 07:21 Travis Kelce fagnar sigri Kansas City Chiefs í nótt með kærustu sinni Taylor Swift. Getty/Jamie Squire Kansas City Chiefs og Philadelphia Eagles mætast í Super Bowl í ár en liðin unnu úrslitaleiki deildanna í úrslitakeppni NFL í nótt. Chiefs á því möguleika á að vinna NFL titilinn þriðja árið í röð, fyrst allra liða í sögunni. Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna. NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Það var mikill munur á leikjunum í nótt. Chiefs vann 32-29 sigur á Buffalo Bills í mjög spennandi úrslitaleik Ameríkudeildarinnar en í úrslitaleik Þjóðardeildarinnar hafði Philadelphia Eagles mikla yfirburði og vann 55-23 sigur á Washington Commanders. Chiefs hefur unnuð síðustu tvo Super Bowl leiki en þetta er í fyrsta sinn sem lið vinnur tvö ár í röð og kemst í úrslitaleikinn árið eftir. Buffalo Bulls hefur aftur á móti núna tapað fjórum sinnum fyrir Chiefs í úrslitakeppninni frá árinu 2021. Grátleg niðurstaða fyrir Josh Allen og félaga. Þetta þýðir auðvitað að tónlistarkonan Taylor Swift verður á staðnum eftir tvær vikur þegar Super Bowl fer fram í New Orleans. Swift var á leiknum í gær og kyssti kærasta sinn Travis Kelce, innherja Kansas City Chiefs, fyrir framan myndavélarnar í leikslok. Svo stoltur „Ég er svo stoltur af liðsfélögum mínum að ég á erfitt með að finna réttu orðin. Þetta snýst ekki um einn leikmann eða nokkra leikmenn þetta snýst um allt liðið. Þetta er liðsleikur,“ sagði Patrick Mahomes, leikstjórnandi Kansas City Chiefs, eftir leikinn. Patrick Mahomes var enn á ný frábær með liði Kansas City Chiefs þegar allt var undir í úrslitakeppninni.Getty/Brooke Sutton Hann átti frábæran leik. Skoraði tvisvar sjálfur snertimark með því að hlaupa með boltann í markið en átti einnig eina snertimarkssendingu. Enn á ný stýrir hann liðinu frábærlega á úrslitastund. „Það er bara svo erfitt að komast í Super Bowl leikinn og ég tek því ekki sem sjálfsögðum hlut. Að takast það aftur á Arrowhead leikvanginum var mjög sérstakt. Þú færð að taka við bikarnum [Fyrir sigur í Ameríkudeildinni] og horfir í kringum þig og það er ekki eitt laust sæti á vellinum,“ sagði Mahomes. Hlauparinn Saquon Barkley hefur átt magnað tímabil á sínu fyrsta ári með Philadelphia Eagles og er nú kominn alla leið í Super Bowl í fyrsta sinn á ferlinum.Getty/Sarah Stier Endurtekning á úrslitaleiknum 2023 Philadelphia Eagles tapaði fyrir Chiefs í úrslitaleiknum fyrir tveimur árum en fær nú tækifæri til að hefna. Ernirnir höfðu mikla yfirburði á móti Washington Commanders sem hafði óvænt komust svo langt. Hlauparinn Saquon Barkley átti enn einn stórleikinn og skoraði þrjú snertimörk í leiknum. Leikstjórnandinn Jalen Hurts var maðurinn á bak við fjögur snertimörk, sendi einu sinni á liðsfélaga sinn en hljóp líka þrisvar með boltann yfir línuna.
NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti