Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 27. janúar 2025 14:28 Inga hringdi í Ársæl Guðmundsson skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds Nike-skós barnabarns hennar og minnti hann á áhrif hennar í samfélaginu og tengsl við lögregluna. Inga vildi að gengið yrði í það án hiks að skórnir fyndust. vísir/Egill/Vilhelm Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira
Aðdragandi símtals Ingu til skólastjóra var sá að barnabarn hennar sem nemur við skólann hafði glatað dýrum Nike skóm á göngum skólans. Borgarholtsskóli er sokkaskóli í þeim skilningi að nemendur fara úr skónum þegar þeir koma í skólabygginguna og allir eru á inniskóm eða sokkunum á göngum skólans. Skólastjóri ósáttur við símtal frá Ingu Skórnir sem týndust voru samkvæmt heimildum fréttastofu svartir Nike af tegund sem nýtur mikilla vinsælda hjá menntaskólanemum. Skórnir höfðu ekki verið geymdir í skóskáp heldur talið að þeir hefðu gleymst á ganginum. Illa gekk að finna skóna og fór svo að síminn hringdi hjá Ársæli Guðmundssyni skólastjóra. Á línunni var félagsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum fréttastofu var Inga allt annað en sátt við það að skórnir væru ekki komnir í leitirnar. Minnti hún á áhrif sín í samfélaginu og vísaði meðal annars til tengsla við lögregluna í því sambandi. Samkvæmt heimildum fréttastofu blöskraði Ársæli skólastjóra símtalið ef marka má samtöl hans við samkennara og starfsfólk skólans þar sem efni símtalsins kom fram í grófum dráttum eins og rakið hefur verið. Inga frábiður sér svona fréttamennsku Ársæll staðfesti í samtali við Vísi að Inga Sæland hefði hringt í hann. Ársæll vildi ekkert tjá sig um efni símtalsins. Fréttastofa gerði tilraun til að nálgast Ingu að loknum ríkisstjórnarfundi á föstudag en hún gaf ekki kost á viðtölum. Klippa: Inga Sæland bregst ókvæða við spurningu um símtal við skólastjóra Fréttastofa hefur nú í allan morgun reynt að ná tali af Ingu vegna málsins, sem og aðstoðarmönnum hennar þeim Sigurjóni Arnórssyni og Hreiðari Inga Eðvarðssyni, en þau hvorki svarað símtölum né skilaboðum. Fréttamaður fréttastofu náði að bera upp spurningu varðandi þetta mál við Ingu í lok fundar um hagkvæmt húsnæði en Inga vildi frábiðja sér fréttamennsku af þessu tagi. Þetta kæmi Vísi ekki við. Brot úr viðtalinu sem Elín Margrét Böðvarsdóttir fréttamaður átti við Ingu um þetta atriði má sjá hér að ofan. Það fylgir sögunni að skórnir týndu komu í leitirnar að lokum. Samnemandi hafði ruglast á skóm en eins og fyrr segir eru um afar vinsæla skótegund að ræða.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skóla- og menntamál Félagsmál Húsnæðismál Flokkur fólksins Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Sjá meira