Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Smári Jökull Jónsson skrifar 27. janúar 2025 18:31 Leikmenn Arsenal mótmæltu rauða spjaldinu harðlega en Michael Oliver lét sér fátt um finnast. Vísir/Getty Ákvörðun dómara í leik Arsenal og Wolves að reka Myles Lewis-Skelly af velli hefur fengið mikla gagnrýni. Sérfræðingur Sky Sports segir VAR-dómara ekki hafa þorað að snúa ákvörðun Michael Oliver við. Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“ Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira
Arsenal vann torsóttan 1-0 sigur gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Riccardo Calafiori skoraði sigurmarkið skömmu eftir að Joao Gomes fékk rautt spjald í liði Wolves. Fyrr í leiknum fékk hinn ungi Myles Lewis-Skelly leikmaður Arsenal rautt spjald og sú ákvörðun dómarans Michael Oliver hefur mikið verið rædd eftir leik. Lewis-Skelly fékk beint rautt spjald fyrir að brjóta á Matt Doherty nálægt vítateig Wolves og voru flestir sem horfðu á leikinn gapandi hissa þegar Oliver tók upp rauða spjaldið. Ekki síst eftir að myndbandsdómarinn Darren England tilkynnti að dómurinn stæði óhaggaður þar sem Lewis-Skelly hafði sýnt „alvarlega grófan leik“. Dermot Gallagher, fyrrum dómari og núverandi sérfræðingur hjá Sky Sports, er ekki sammála þessu mati fyrrum kollega sinna. „Mér finnst hann vera að stoppa efnilega skyndisókn. Það er mín skoðun og aðrir dómarar sjá atvikið öðrum augum,“ sagði Gallagher en hann dæmdi í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1992-2007. „Lewis-Skelly sér að Doherty er að komast af stað og forgangur hans er að stoppa hann snöggt og hann setur fótinn út. Þetta er ásetningur en ekki rautt spjald.“ „Teymið brást dómaranum“ Gallagher segir dóminn þó ekki eins slæman og flestir telja. „Þetta er ekki versta ákvörðun í heimi. Michael Oliver er að því að hann fari niður á hásinina hans. Ef það er það sem hann telur, þá er dómurum sagt að fari leikmaður með takkana niður á hásinar andstæðings þá sé það rautt spjald.“ „Fyrir mér, mér finnst þetta vera gult spjald fyrir að stoppa skyndisókn. Er þetta gróft? Er þetta illgjarnt? Ég held ekki.“ Myles Lewis-Skelly var steinhissa þegar Oliver lyfti rauða spjaldinu.Vísir/Getty Stephen Warnock, fyrrum leikmaður Liverpool, er sammála Gallagher um að brotið hafi ekki verðskuldað rautt spjald. „Ég held að þetta hafi verið röng ákvörðun. Þetta er spark í öklann meira en eitthvað annað. Þetta er ásetningsbrot, taktískt brot og eitthvað sem hann veit að hann þarf að gera til að stoppa sóknina. En það var engin illgirni í þessu.“ „Hann fer aðeins með takkana í hann en hann traðkar ekki á honum.“ Warnock hefur áhyggjur af viðbrögðum myndbandsdómara en Darren England var í VAR-herberginu á leiknum. Hann hefur áður komist í fréttirnar fyrir frammistöðu sína þar en hann var myndbandsdómari þegar mark Luis Diaz var dæmt af vegna samskiptaleysis dómarateymisins í leik Liverpool gegn Tottenham á síðustu leiktíð. „Stóra málið fyrir mér er af hverju VAR greip ekki inn í og af hverju þeir sögðu honum ekki að kíkja í skjáinn. Fyrir mér brást teymið dómaranum.“ „Michael Oliver er okkar besti dómari. VAR vildi ekki snúa þessum dómi við því hann er aðalmaðurinn og ég held að það sé ennþá einhver svoleiðis vitleysa í gangi. Það er ennþá verið að tala um þessa goggunarröð.“
Enski boltinn Mest lesið Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ Handbolti Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Enski boltinn Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Handbolti Þjálfar enn í skugga réttarhaldanna Sport Fleiri fréttir Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Sjá meira