Strunsaði út af æfingu og félagið setur hann aftur í milljónabann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2025 09:00 Jimmy Butler er áfram í stríði við forráðamenn Miami Heat en hann vill losna frá félaginu. Getty/Megan Briggs Sápuóperan í kringum súperstjörnuna Jimmy Butler heldur áfram en hann vill ólmur losna frá Miami Heat og komast í nýtt lið í NBA deildinni í körfubolta. Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025 NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira
Nýjasta uppákoman var í gær þegar Butler gekk út úr salnum á miðri skotæfingu liðsins. Í framhaldinu setti Miami Heat leikmanninn í ótímabundið bann sem verður þó að lágmarki fimm leikir. Hann missir um leið launin sín á þessum tíma sem eru engir smáaurar. Þetta er í þriðja skiptið sem Miami setur Butler í bann á síðustu vikum. Nýjast bannið nær að minnsta kosti fram yfir það að leikmannaglugginn lokar en félög geta bara skipst á leikmönnum til 6. febrúar næstkomandi. Butler vill komast til annars félags og þar sem að hann er á samning þá er eina leiðin að Miami Heat finni félag sem er til í að skipta á leikmönnum. Jimmy Butler walked out of Heat shootaround this morning after being informed the team is planning not to start him -- with Haywood Highsmith starting -- moving forward, sources tell ESPN. https://t.co/8I31eT524l— Shams Charania (@ShamsCharania) January 27, 2025 Heat ætlaði að taka Butler út úr byrjunarliðinu fyrir Haywood Highsmith og Butler brást við þeim fréttum með því að ganga út. Hann segist ekki hafa lengur ánægju af því að spila fyrir Miami Heat en Butler hefur lengi verið talinn vera í hópi bestu leikmanna deildarinnar. Í vetur er hann með 17,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Í tilkynningu frá Miami Heat segir að bannið komi til vegna þess að leikmaðurinn ber ekki virðingu fyrir reglum liðsins og að hegðun hans sé skaðleg fyrir liðið. Nýjasta bannið mun kosta Butler að minnsta kostið 532 þúsund dollara eða rúmar 74 milljónir króna. Án hans tókst liðinu að koma til baka og vinna upp fjórtán stiga forystu í sigri á Orlando Magic í nótt en leikurinn var tvíframlengdur. The Miami Heat told Jimmy Butler they’re starting this guy over him and he walked out of practice 😂😂😂 pic.twitter.com/EcLJiuPPR5— BricksCenter (@BricksCenter) January 27, 2025
NBA Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Leik lokið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan með sannfærandi sigur gegn Víkingi Íslenski boltinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Sjá meira