Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. janúar 2025 09:08 Það virðast litlar líkur á því að Pútín og Selenskí mætist við samningaborðið. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist útiloka að koma sjálfur að viðræðum við Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta, sem hann segir „ólögmætan“. Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld. Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Pútín sagði í viðtali við Rossiya 1 í gær að ef Selenskí vildi eiga aðkomu að viðræðum um vopnahlé í Úkraínu myndi hann, Pútín, gera út menn til að ræða við hann. Selenskí gæti hins vegar ekki undirritað neitt samkomulag, enda væri hann ekki lögmætur leiðtogi Úkraínu. Rússlandsforseti og aðrir andstæðingar Selenskí hafa haldið því fram að í raun og veru sé hann ekki lengur forseti Úkraínu, þar sem kjörtímabil hans rann út 20. maí síðastliðinn. Efna hefði átt til kosninga 31. mars 2024. Flestir stjórnarskrársérfræðingar eru ósammála en deilan snýst um það hvort stjórnarskráin heimili framlengingu kjörtímabilsins þegar herlög ríkja í landinu og kosningar eru bannaðar. Pútín hefur sagst reiðubúinn til að ganga til viðræðna við Donald Trump Bandaríkjaforseta um leiðir til að binda enda á átökin í Úkraínu en Úkraínumenn hafa ítrekað að engar slíkar viðræður geti átt sér stað án aðkomu þeirra. Selenskí sagði í gær að ummæli Pútín væru enn ein staðfesting þess að hann væri hræddur við viðræður, hræddur við sterka leiðtoga, og tilbúinn til að gera allt til að draga átökin á langinn. Pútín hefur sagt að ef Vesturlönd hætta stuðningi við Úkraínumenn myndi stríðinu ljúka á tveimur mánuðum en leiða má líkur að því að sú niðurstaða yrði Úkraínu langt í frá hagfelld.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira