„Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 29. janúar 2025 19:31 Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í kjaradeilu kennara síðustu vikur. Vísir/Stefán Ríkissáttasemjari býst við að boðað verði til fundar á morgun í kjaradeilu kennara. Verkföll hefjast í ríflega tuttugu leik- og grunnskólum eftir helgi takist ekki að semja. Foreldri undrast aðgerðarleysi í deilunni síðustu vikur og óttast verkföll. Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kennaraverkföll hefjast að óbreyttu um mánaðamótin. Verkföllin verða ótímabundin í fjórtán leikskólum og tímabundin í sjö grunnskólum. Foreldrar hafa efast um lögmæti aðgerðanna. Aðalmeðferð í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara er búist við að fundur í kjaradeilunni verði boðaður á morgun en síðasti fundur í kjaradeilunni fór fram fyrir viku. Undrast kyrrstöðuna Hildur Jóna Friðriksdóttir foreldri í foreldrafélagi Árbæjarskóla undrast kyrrstöðu í deilunni síðustu vikur. „Þeir sem eru aðilar að þessum kjaraviðræðum þurfa að finna lausnir. Það þarf að leysa þessa kjaradeilu. Foreldrar eru ekki aðilar að þessari deilu en við og börnin verðum fyrir aðgerðunum. Við ætlumst til að fólk finni lausnir og leysi deiluna,“ segir Hildur. Verkfallsaðgerðir kennara stóðu yfir í viku í Árbæjarskóla á síðasta ári. Hildur segir verkfallið hafa haft veruleg áhrif. „Þegar fyrsta verkfallið kom hjá okkur var eins menn væru ekki búnir að ákveða hvernig þeir ætluðu að ræða saman. Að verkfalli loknu fundum við fyrir því að það var töluvert átak fyrir mörg börn að byrja aftur,“ segir Hildur. Mögulega næstum enginn skóli í febrúar Takist ekki að semja hefst kennaraverkfall í Árbæjarskóla á mánudaginn. Hildur hefur áhyggjur af lengd verkfallsins. „Verkfallsaðgerðirnar hafa verið boðaðar í þrjár vikur. Eftir það hefst vetrarfrí í Reykjavík. Þannig að ef að verkfallinu verður og það heldur út allan tímann þá ná börnin okkar þremur virkum dögum í febrúar. Ég hafði vonast til þess að fólk gæti náð saman allan þann tíma sem hlé hefur staðið. Svona stórt skarð á miðjum vetri er náttúrulega erfitt,“ segir Hildur.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Grunnskólar Reykjavík Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira