Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 21:41 Ahmad al-Sharaa, er formlega orðinn forseti Sýrlands, samkvæmt ríkismiðli landsins. AP/Mosa'ab Elshamy Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her. Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá. Sýrland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Þetta mun hafa verið ákveðið á stórum leiðtogafundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Samkvæmt Reuters sóttu leiðtogar uppreisnarhópa Sýrlands fundinn auk ráðherra sem skipaðir hafa verið i starfstjórn á undanförnum vikum. Þá var tilkynnt í kvöld að núgildandi stjórnarskrá Sýrlands, sem samin var í valdatíð Bahshars al Assad, hefði verið felld úr gildi og þingið leyst upp. Her Assads hefur sömuleiðis verið leystur upp. Sharaa hefur lengi verið leiðtogi uppreisnarhóps sem kallast HTS í norðurhluta Sýrlands. hann hefur stýrt eigin smáríki í Idlib-héraði undanfarin ár en í desember gerðu HTS-liðar og aðrir uppreisnarmenn skyndisókn gegn stjórnarher Assads og tókst þeim að velta einræðisherranum úr sessi eftir þrettán ára borgarastyrjöld. Síðan þá hefur Sharaa í raun stýrt Sýrlandi en það gerir hann nú formlega. Sharaa var áður meðlimur í al-Qaeda og átti það einnig við uppreisnarhóp hans. Á árum áður heyrði Sharaa undir Abu Bakr al-Baghdadi, sem stofnaði síðar Íslamska ríkið, og sendi hann Sharaa til Sýrlands til að ná þar fótfestu fyrir hryðjuverkasamtökin. Árið 2016 lýsti Sharaa þó yfir að hann ætlaði að slíta öll tengsl við al-Qaeda og breytti hann nafni hópsins sem hann leiddi úr Jabhat Al Nusra í Hayat Tahrir al-Sham. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Sharaa hét í kvöld umfangsmiklum breytingum í Sýrlandi. Hann sagði að halda ætti landsfund, semja nýja stjórnarskrá og stofna ætti ríkisstjórn sem starfaði fyrir alla Sýrlendinga. Hann hefur einnig heitið því að halda kosningar en segir að það gæti tekið allt að fjögur ár. Fjölmiðlar ytra hafa eftir Sharaa að þarfir Sýrlands séu miklar en núverandi leiðtogar séu staðráðnir í að endurbyggja ríkið. Búist er við því að Sharaa muni stofna tímabundið ráð til að stýra landinu þar til búið er að semja nýja stjórnarskrá.
Sýrland Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira