Segir Sjálfstæðismenn hyggja á setuverkfall verði þeim vísað á dyr Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2025 10:42 Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. Vísir/Vilhelm Samfylkingin hefur óskað eftir því að fá úthlutað stærsta þingflokksherberginu í Alþingishúsinu – herbergi sem hefur hýst þingflokk Sjálfstæðisflokksins í 84 ár. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir kröfuna fáránlega enda fullkomlega óþarfa, auk þess að þingflokksherbergið hefur sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að skrifstofustjóri Alþingis hefði sent Hildi Sverrisdóttur, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, erindi í byrjun mánaðar þar sem fram kom að Samfylkingin hefði óskað eftir stærsta þingflokksherberginu í ljósi breytts þingstyrks. Engar forsendur Hildur segir í samtali við fréttastofu að hún hafi sent skrifstofustjóra athugasemdir vegna málsins þar sem hún sagði að engar forsendur væru uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins verði gert að yfirgefa herbergið. „Ég gef mér að þessi sjónarmið mín hafi verið nægilega skýr til að fólk hafi áttað sig á að það eru engar forsendur uppi til að réttlæta það að þingflokki Sjálfstæðisflokksins sé hent út að nauðsynjalausu úr þingflokksherbergi sínu sem hann hefur haft í 84 ár, eða frá 1941, og hefur auðvitað mikið sögulegt og tilfinningalegt gildi fyrir flokkinn. Ef eitthvað annað kemur á daginn hef ég sagt við þingflokkinn í tvígang að það verði þá skipulagðar vaktir um setuverkfall í þingflokksherberginu,“ segir Hildur og hlær. Úr þingflokksherbergi Sjálfstæðismanna í Alþingishúsinu. Á veggjunum má sjá málverk af fyrrverandi formönnum Sjálfstæðisflokksins. Ekki nauðsyn nú Í alþingiskosningunum í nóvember tryggði Samfylkingin sér flest þingsæti, eða fimmtán, en Sjálfstæðisflokkurinn fjórtán. Hildur segir að í athugasemdum sínum til skrifstofustjóra hafi hún sagt að hún gæti ekki séð að sú krafa Samfylkingarinnar stæðist reglur forsætisnefndar um úthlutun þingflokksherbergja. Í reglunum kæmi fram að almennt skyldi stefnt að því að þingflokkar haldi þingflokksherbergjum sínum nema nauðsyn annarra og stærri þingflokka kalli á breytingar. „Ég rakti að ég gæti ekki séð að nein sú nauðsyn væri uppi gagnvart þingflokki Samfylkingar sem telur fimmtán þingmenn þegar til dæmis nýlegt fordæmi er um að nítján manna þingflokkur hafi verið heilt kjörtímabil í því herbergi sem er næst stærst. Það eru vissulega til fordæmi fyrir því í gegnum tíðina að þingflokkar hafi þurft að víkja úr þingflokksherbergjum sínum þar sem stærri þingflokkar þyrftu rými til fundarhalda en nauðsynin sem gerð er krafa um er einfaldlega ekki uppi nú til að réttlæta það að Sjálfstæðisflokkurinn víki úr sínu gamla herbergi sem almennt skuli stefnt að flokkurinn haldi,“ segir Hildur. Hægt að sameina herbergi í Skála Hildur segist ennfremur hafa tekið fram að ef skrifstofa þingsins kysi af öðrum ástæðum að mæta sjónarmiðum Samfylkingar um að vilja stærra þingflokksherbergi þá væri – í ljósi fækkunar á þingflokkum í kjölfar nýafstaðinna alþingiskosninga – hægt að koma til móts við óskir flokksins að breyta núverandi herbergjaskipan í viðbyggingunni í Skála með því að sameina þau herbergi sem fyrir eru eins og fordæmi eru fyrir. Hildur segist ekkert hafa heyrt frekar frá skrifstofustjóra vegna málsins.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira