Sabapathy datt úr ljósastaur þegar hann fagnaði sigri Eagles úti á götu í Philadelphia. Á myndbandi sást hann renna, detta á bakið og skella með höfuðið í gangstéttinni. Sabapathy var fluttur á spítala þar sem hann lést tveimur dögum síðar.
Hann stundaði fimleika og var í skólaliði Temple. Í yfirlýsingu frá skólanum er aðstandendum Sabapathys vottuð samúð.
Í kjölfar slyssins hafa lögregla og bráðaliðar fundað um hvernig eigi að takast á við fögnuðinn ef Eagles vinnur Super Bowl.
Eagles mætir meisturum Kansas City Chiefs í Super Bowl 9. febrúar. Leikurinn fer fram í Ceasars Superdome í New Orleans, Lousiana.