Kennarar svara umboðsmanni barna Lovísa Arnardóttir skrifar 30. janúar 2025 18:07 Salvör Nordal er umboðsmaður barna og Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Einar og Anton Brink Kennarasamband Íslands furðar sig á því að umboðsmanni barna sé tíðrætt um það að verkfallsaðgerðir kennara mismuni börnum en ekki um þá staðreynd að nánast enginn leikskóli uppfylli kröfur landslaga um mönnun kennara. Þetta segja kennarar í yfirlýsingu á heimasíðu Kennarasambands Íslands nú síðdegis. Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu. Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, sagði fyrr í dag stöðuna í kjaradeilu kennara valda miklum vonbrigðum og það sé þungbært að aðgerðir kennara, hefjist þær á mánudag að nýju, bitni aftur á sömu leikskólabörnunum og það gerði í síðustu verkfallsaðgerðum. „Umboðsmaður barna hefur látið vinnudeilu KÍ til sín taka, nú síðast með yfirlýsingu á vefsíðu sinni, sem var birt samdægurs og fram fór málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur, þar sem málsóknarfélag krefst þess að verkföll, sem umboðsmaður tiltekur, verði dæmd ólögmæt. Hvort tímasetning birtingar yfirlýsingarinnar er tilviljun, skal ósagt látið,“ segir í tilkynningu kennara. Umboðsmaður átti sig ekki á heildarsamhenginu Þá segja þau umboðsmanni tíðrætt um rétt barns til menntunar og að hann sé stjórnarskrárvarinn. „Það virðist þó eins og hún horfi ekki á heildarsamhengið. Hún átti sig ekki á því að ef laun kennara eru ekki samkeppnishæf og standist ekki samanburð við aðra sérfræðinga – þá verði enn frekari atgervisflótti úr greininni. Hvers virði verða réttindi barna þá? Eða metur hún réttindi barna þannig að kennarar verði þvingaðir til vinnu gegn vilja sínum og án kjarasamnings?“ spyrja þau í tilkynningu sinni. Þau segja ástæðu til að staldra við þegar staðan sé þannig á leikskólum landsins að nánast engin þeirra uppfylli kröfur í lögum um mönnun. „Það er eins og umboðsmanni barna sé alveg sama um það, allavega er hún ítrekað búin að tjá sig opinberlega án þess að víkja að því orði. Hún hefur heldur ekki vikið orði að því að ríkinu og sveitarfélögum beri að efna samningsloforð við kennara frá árinu 2016, sem er megintilefni verkfallsaðgerða,“ segir að lokum. Sáttasemjari lagði fram innanhústillögu í kjaradeilu kennara klukkan 16 í dag. Deiluaðilar hafa til klukkan 13 á laugardag til að svara en þá hefur sáttasemjari boðað til annars fundar. Samþykki deiluaðilar tillöguna verður verkföllum aflýst og tillagan sent í atkvæðagreiðslu.
Réttindi barna Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira