Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar 31. janúar 2025 09:32 Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þegar barn missir foreldri eða forráðamann er öryggi barnsins eðlilega ógnað. Kvíði barna í kjölfar foreldramissis snýr oft og tíðum að þeim ótta að missa hitt foreldri sitt líka eða aðra nákomna. Eldri börn og unglingar sýna þennan kvíða oftar á praktískari hátt heldur en yngri börn og áhyggjur af fjármálum og þeirra eigin afkomu eru algengar. Spurningar á borð við hver borgar af húsnæði og lánum ef hitt foreldrið fellur líka frá eru ekki óalgengar og eiga það sameiginlegt að snúast um þá grundvallarspurningu barnsins; ,,hver hugsar um mig ef eitthvað kemur fyrir?” Í ljósi þess er mikilvægt fyrir foreldri eða forráðamenn að róa slíkar kvíðahugsanir og gera barninu það ljóst að það þarf ekki að taka á sig skyldur og ábyrgð hinna fullorðnu og það verði fyrir því séð á allan hátt. Börn geta tekið upp á því að haga sér á einhvern hátt eins og manneskjan sem þau misstu, þetta getur verið meðvitað eða ómeðvitað. Oftast gerir það ekkert til en ef börn fara að gera tilraunir til að vera alveg eins og stóri sterki pabbi sem huggaði aðra og veitti öryggi eða mamma sem hélt utan um alla og bar ábyrgð á heimilinu getur það orðið mjög íþyngjandi og streituvaldandi fyrir barnið sem getur ekki ráðið við slíkt hlutverk sem er líka ósanngjarnt gagnvart aldri þess og þroska. Þessi tilraun til að stíga inn í hlutverk þess sem er farinn getur verið þrá eftir nærveru og tengslum við hinn látna eða kvíðaviðbragð. Algeng undirliggjandi tilfinning hjá börnum er: “ef að það verður í lagi með foreldri mitt, þá verður í lagi með mig”. Þegar barn upplifir foreldri eða forráðamann í veikri stöðu og undir miklu álagi getur það því tekið til þess bragðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að það verði einmitt í lagi með fullorðnu manneskjuna sem á að passa það sjálft. Ekkert barn getur eða á að vera í þeirri stöðu að passa upp á fullorðið fólk. Foreldri sem verður vart við að barnið þeirra er farið að taka á sig óeðlilega ábyrgð, reynir að þóknast eins og hægt er eða hlífir foreldrinu við verkefnum sem foreldrið á að leysa getur þurft að stíga inn í og stoppa barnið sitt af. Þá þarf að setjast niður og útskýra fyrir barninu eða unglingnum að þó að mömmu eða pabba líði vissulega illa og gráti jafnvel stundum að þá þurfi barnið ekki að hafa áhyggjur af foreldrinu. Foreldrið þarf að láta barnið sitt hvíla í því að þau fullorðnu ráði við aðstæðurnar, að það verði í lagi með foreldrið þrátt fyrir allt og að foreldrið passi upp á barnið en ekki öfugt. Einnig getur verið gott að fá barnið til að hugsa um öll þau sem eru þeim stuðningur og eru líka til staðar fyrir foreldri þeirra. Stundum þarf að endurtaka svona samtöl nokkrum sinnum svo að barnið sleppi tökunum af óttanum og þessari óeðlilegu ábyrgðartilfinningu. Hlutverk í fjölskyldum geta riðlast við áföll og það er mikilvægt fyrir þau sem eru yngst og óþroskuð að fullorðna fólkið beri ábyrgð á sjálfu sér og börnunum svo að unga fólkið þurfi þess ekki. Auðvitað getur það gerst að uppeldisaðili lendi á vegg eftir missi og geti raunverulega ekki sinnt öllum þörfum barna sinna. Þá skiptir stuðningsnetið öllu máli og að annað fullorðið fólk grípi boltana. Þar getur það líka verið algjör björgun að þiggja faglegan stuðning. Því miður er bakland fólks mjög mismunandi og við skulum ekki vanmeta gildi þess þegar fólk í nærumhverfinu býðst til að létta undir t.d. þegar aðrir foreldrar skutla eða sækja á æfingu eða bjóða barni sem hefur misst að koma með í eitthvað skemmtilegt á frídegi. Allir foreldrar í krefjandi aðstæðum þurfa stuðning og hjálp við að skapa rými til að hvílast og endurnærast til að vera aflögufær fyrir börnin sín. Það er nefnilega ekki eins manns verk að koma barni til manns. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs. Arnarvængir.is.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun