Kennarar óttist vanefndir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. janúar 2025 12:00 Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara kvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. Stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu kjarasamningum og óttist að þær haldi áfram verði innanhússtillaga ríkissáttasemjara samþykkt. Hún kallar eftir stuðningi frá aðstandendum barna í skólamálum.Héraðsdómur Reykjavíkur kveður upp dóm í dag í máli foreldra leikskólabarna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða. Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Samninganefndir Kennarasambandsins og ríkis- og sveitarfélaga hafa sólahring til að ákveða hvort þær fallast á innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem var lögð fram í gær sem ígildi kjarasamnings. Verði hún samþykkt fá deiluaðilar tvær vikur til að kynna hana og setja í atkvæðagreiðslu. Ríkissáttasemjari sagði í Pallborði í gær að samningurinn tryggi innágreiðslu á virðismat á störfum kennara auk sömu launahækkana og í almennum kjarasamningum. Þá sé munur á milli markaða viðurkenndur og gert ráð fyrir að launagreiðandi fallist inn á að greiða inn á vegferð til að jafna hann. Óttast vanefndir Rakel Linda Kristjánsdóttir sérkennari og stjórnarmaður í Kennarafélagi Reykjavíkur segir kennara hvekkta vegna vanefnda í síðustu samningum. „Við höfum þurft að verja okkur sem fagmenn og svo er ekki staðið við það sem er samið um. Kennarar eru orðnir langþreyttir á því hvað er verið að draga þetta á langinn. Það er galið að ekki sé komin niðurstaða í virði starfstéttarinnar. Reynslan hefur sýnt það að það er gengið á bak orða sinni í síðustu kjarasamningum. Af hverju ættu kennarar að treysta að samningurinn verði efndur nú þegar reynslan sýnir annað,“ segir Rakel. Hún segist treysta samninganefndinni sem skilar niðurstöðunni á morgun. „Stéttin treystir sinni forystu til að taka ákvörðun um innanhússtillöguna,“ segir hún. Skorti stuðning frá forráðamönnum barna Rakel segir skorta á stuðning frá forráðamönnum barna í deilunni og einnig varðandi skólastarfið í heild. „Mér finnst ekki hafa heyrst nógu mikið í aðstandendum barna. Mér finnst fólk þurfa að velta fyrir sér hvernig samfélag við viljum byggja fyrir börn. Mér finnst skorta það að það sé horft á skólastarfið öðruvísi en bara gæslu,“ segir hún. Dómur í máli leikskólaforeldra sem kalla sig Málsóknarfélag barna gegn Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða kennara verður kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Grunnskólar Leikskólar Framhaldsskólar Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira