Innlent

Bæjar­skrif­stofur og heimili rýmd

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Séð yfir byggðina á Patreksfirði og við Stekkjagil.
Séð yfir byggðina á Patreksfirði og við Stekkjagil. Steingrímur Dúi Másson

Heimili og atvinnuhúsnæði á Patreksfirði voru rýmd í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Hættustigi var lýst yfir skömmu fyrir ellefu og í kjölfarið voru sjö hús rýmd, eitt þeirra bæjarskrifstofan í bænum.

Fram kemur í færslu lögreglunnar á Vestfjörðum á samfélagsmiðlum að alls hafi fjórtán íbúar verið í húsunum og fóru nokkrir til vina og vandamanna en hinir í gistingu á vegum sveitarfélagsins og Rauða krossins. Lögreglan segir rýmingu hafa gengið vel og að íbúar hafi tekið henni með rósemd.

Mikil úrkoma hefur verið á Vestfjörðum í nótt og þá rigning fremur en snjór. Vindhraði hefur einnig verið töluverður á Vestfjörðum öllum og appelsínugul. Lögregla segir að aðstæður verði endurskoðaðar með tilliti til þess hvenær sé óhætt að aflýsa hættustiginu þegar birtir af degi og koma íbúum aftur heim til sín.

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út en þakplötur og lauslegt fauk á Patreksfirði og einnig var björgunarsveit kölluð út í Bolungarvík vegna roksins. Samkvæmt spá Veðurstofunnar er búist við því að veður gangi niður upp úr hádegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×