Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. febrúar 2025 21:02 Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingar á réttindagæslu fatlaðs fólks og framkvæmd þeirra en breytingarnar tóku gildi um áramótin. Vísir Félagsmálaráðuneytið hefur trassað í marga mánuði að svara Umboðsmanni Alþingis um breytt fyrirkomulag réttindagæslu fatlaðs fólks og hefur nú kallað eftir svörum á nýjan leik. Heildarsamtök fatlaðs fólks hafa gert alvarlegar athugasemdir við breytingarnar en lögmaður segir ljóst að stjórnvöld forgangsraði ekki þessum viðkvæma hópi fólks. Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki. Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Um áramótin var réttindagæsla fatlaðs fólks lögð niður og starfsfólk einkafyrirtækis ráðið til að sinna verkefnum réttindagæslunnar þar til ný Mannréttindastofnun tekur til starfa í vor. „Að sjálfsögðu verður rof á þjónustunni. Það segir sig sjálft þegar þú ert að skipta um hest í miðri á. Það sem við hins vegar bentum á fyrir jól og ég hygg að sé að ganga núna eftir er það að það mun taka tíma að ná yfirsýn yfir þá stöðu vegna þess að það sem hefur verið að gerast núna er að fólk er ekki að fá þá þjónustu sem það var að fá og þessi mál geta tekið langan tíma að koma upp á yfirborðið og það getur tekið langan tíma að leysa úr þeim,“ segir Flóki Ásgeirsson, lögmaður. Flóki fer með málið fyrir hönd heildarsamtaka fatlaðs fólks, Þroskahjálpar og Öryrkjabandalagsins, en samtökin hafa gert margvíslegar athugasemdir við breytingarnarnar. „Það var auðvitað ákvörðun Alþingis að fresta gildistöku laga um nýja Mannréttindastofnun án þess samhliða að fresta gildistöku niðurlagningar réttindagæslu fatlaðs fólks. Þetta er ákvörðun sem er tekin á Alþingi í desember, án mikillar umræðu, og hún bjó náttúrlega til þetta gat,“ segir Flóki. „Það var án samráðs og í raun og veru í talsverðri andstöðu við tillögur og sjónarmið hagsmunasamtaka fatlaðs fólks sem að töldu að þessar breytingar væru varhugaverðar.“ Umboðsmaður bíður svara Í janúar sendi Umboðsmaður Alþingis fyrirspurn til félagsmálaráðuneytisins vegna málsins. Í bréfi umboðsmanns kemur fram að enn hafi ráðuneytið ekki svarað erindi embættisins frá því í maí, þrátt fyrir ítrekanir. Nú kallar umboðsmaður eftir svörum ráðuneytisins á nýjan leik. „Ráðuneytið hefur ekki brugðist við mjög alvarlegum athugasemdum sem hafa verið gerðar við það að þessu fyrirkomulagi hafi verið breytt með þessum litla fyrirvara og í raun og veru án þess að það væri nein grein gerð fyrir því hvernig það átti að ganga.“ Það komi ekki á óvart að umboðsmaður Alþingis hafi tekið málið til skoðunar. „Við fögnum því auðvitað að umboðsmaður ætli að taka málið til skoðunar,“ segir Flóki. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu er svar við erindi umboðsmanns í vinnslu en frestur til svara rennur út eftir viku. „Þetta er auðvitað dæmi um það að þarna er ekki verið að forgangsraða hóp sem er mjög viðkvæmur og á erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér,“ segir Flóki.
Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Stjórnsýsla Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira