Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Jón Ísak Ragnarsson skrifar 2. febrúar 2025 20:32 Þorgerður segir að utanríkisráðherrar EFTA-ríkjanna, Íslands, Noregs og Liechtenstein, hafi talað saman í vikunni um hvað þyrfti að gera færi Trump í tollastríð við Evrópusambandið. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að sagan sýni að tollastríð séu aldrei af hinu góða og gagnist engum, sérstaklega ekki útflutningsdrifinni þjóð eins og Íslendingum. Hún segir að gott samband okkar við Bandaríkin hafi verið okkur gríðarlega dýrmætt og mikilvægt sé að samskipti þar á milli séu góð. Ekkert bendi enn til þess að Ísland lendi í tollaálögum Trumps. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“ Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, undirritaði í gær forsetatilskipun þess efnis að leggja ætti 25 prósenta tollgjöld á vörur frá Kanada og Mexíkó, og tíu prósnt á vörur frá Kína. Tollgjöld á kanadíska orku ættu þó aðeins að vera tíu prósent. Kanada og Mexíkó hyggjast svara í sömu mynt, en Justin Trudeo forsætisráðherra Kanada tilkynnti strax í gær um 25 prósenta tollgjald sem yrði lagt á innfluttar bandarískar vörur. Kanada flytur inn vörur frá Bandaríkjunum fyrir um 155 milljarða dollara á ári. Trump brást við þessu á samfélagsmiðlum í dag, þar sem hann sagði nóg komið af því að ríki eins og Kanada, Mexíkó og Kína féflettu Bandaríkin, eins og þau hefðu gert um áraraðir. Tollarnir kynnu að valda sársauka, en þeir væru vægt gjald að greiða. Loksins væri verið að reka Bandaríkin með skynsamlegum hætti. Skjáskot Tollastríð skaðleg fyrir heimshagkerfið Þorgerður Katrín segir að tollastríð séu aldrei góð, sagan sýni það allt frá kreppunni miklu 1929 - 1939. Þá hafi Bandaríkin farið af stað í mikið tollastríð og aðrar þjóðir hafi svarað í sömu mynt. Nú væri alveg ljóst bæði út frá hagfræði og sagnfræði að það hafi verið skaðlegt fyrir hagkerfi heimsins. „Þannig að þetta eru blikur á lofti, en við Íslendingar áttum okkur líka á því að við þurfum að gera allt til þess að vera ekki í skotlínu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og halda uppi öflugri hagsmunagæslu,“ segir hún. Ekkert bendi til þess að Ísland lendi í tollaálögum Þorgerður kveðst hafa talað við Samtök Atvinnulífsins vegna ýmissa mála, og auðvitað hafi fólk áhyggjur af tollastríði. „En ég vil líka undirstrika að það er ekkert ennþá sem bendir til þess að við lendum í þessum tollaálögum sem Trump er að boða, og hann er enn að móta svolítið sína stefnu. Þetta skiptir okkur miklu máli, vöruútflutningur okkar til Bandaríkjanna er 10 prósent. Stór partur af okkar sjávarafurðum fara þangað þannig það eru miklir hagsmunir,“ segir hún. Þá segir Þorgerður að rétt sé að geta þess að vöruskiptajöfnuður milli Íslands og Bandaríkjanna sé Bandaríkjunum í hag. Bandaríkin okkar mesta vinaþjóð Þorgerður segir að Ísland hafi átt gríðarlega dýrmætt samband við Bandaríkin, sem séu að einhverju leyti okkar mesta vinaþjóð, í gegnum viðskipti, þjónustu og vegna öryggis- og varnarmála. „Þess vegna er svo mikilvægt af því við reiðum okkur mjög mikið á Bandaríkin, bæði í gegnum NATO en líka gegnum tvíhliða varnarsamninginn, að okkar samskipti við Bandaríkin séu góð og að við ræktum þau.“ Þá segir hún að við þurfum einnig að vera í mjög góðu talsambandi við til að mynda Evrópusambandið, verði tollum Bandaríkjanna beint að Evrópu. Hún hafi fundað með utanríkisráðherrum EFTA-ríkjanna, Noregs og Liechtenstein, þar sem farið var yfir það hvað þyrfti að gera í þeim aðstæðum. Ertu áhyggjufull yfir stöðunni? „Ég ætla að vera tilbúin, og undirbúin, já það er áhyggjuefni ef við erum að horfa upp á tollastríð. Það gagnast engum, og við erum þjóð sem er útflutningsdrifin, við reiðum okkur á aðgang að opnum frjálsum mörkuðum þannig að það er lykilatriði að þetta fari allt vel.“
Utanríkismál Skattar og tollar Bandaríkin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent