Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:45 Magnús Þór Jónsson segir að viðbótarkrafa um smá launahækkun á næsta ári hafi staðið í samninganefnd hins opinbera. Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að engin formleg aukakröfugerð hafi borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Vísir/Hjalti Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi Kennarasambandi Íslands fyrir Félagsdóm í gær, í annað sinn í deilunni. Formaður Kennarasambandsins segir koma á óvart að Sveitarfélögin séu tilbúin með stefnu tólf tímum eftir að næstum því var búið að skrifa undir kjarasamning Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún. Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi kennurum í annað skipti fyrir Félagsdómi í kjaradeilu þeirra við hið opinbera. Fyrri stefnan var í október þegar kennurum var stefnt fyrir ólöglega verkfallsboðun á þeim forsendum að kennarar hefðu ekki lagt fram kröfugerð í deilunni. Félagsdómur dæmdi þá kennurum í hag. Í stefnunni segir að verkföllin brjóti í bága við ákvæði laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Verkföllin eigi lögum samkvæmt að ná til allra starfsmanna og feli í sér ólögmæta mismunun barna því þau séu ekki í öllum skólum. Farið er fram á flýtimeðferð og er málið komið á dagskrá dómsins á morgun. Formaðurinn undrandi Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands taldi að samningar væru í höfn á sunnudagskvöld þegar annað kom í ljós. „Þetta kom okkur mjög á óvart í gær og stefnan í dag er um til marks um það að það hafi kannski ekki verið fullur samningsvilji í gærkvöldi. Allt í einu stóðum við frammi fyrir kostum sem við gátum ekki samþykkt og tólf tímum seinna er komin kæra. Við teljum ekki að þessi deila verði ekki leyst í dómsölum og við teljum að í öllum okkar aðgerðum höfum við farið rétt að lögum,“ segir Magnús. Hann segir að það sem hafi staðið í samninganefnd ríkis og sveitarfélaga hafi verið aukakrafa um launahækkun á næsta ári. Við vorum að óska eftir lítilli launahækkun á árinu 2026 sem myndi þá fylgja okkar markmiðum um jöfnun launa milli markaða. Hann segir ráðmenn segja eitt en gera annað. „Mér fannst forsætisráðherra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga mjög afdráttarlausar á föstudaginn en þegar á hólminn var komið var greinilega merkingarmunur á því sem var sagt þar og svo við samningaborðið,“ segir Magnús. Segir að ekkert formlegt tilboð hafi borist Heiða B. Hilmisdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við fréttastofu að slík tillaga hafi ekki borist formlega til samninganefndar ríkis - og sveitarfélaga. Það hafi skorti á samningsvilja hjá samninganefnd Kennarasambands Íslands sem hafi rætt við ríkissáttasemjara um kröfugerðina en aldrei samþykkt neitt formlega eða komið með formlega kröfugerð. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir ríkisstjórnina styðja nýtt virðismat á kennarastarfinu. Kröfur kennara hafi verið verulegar og því hafi samningur runnið út í sandinn. „Þau töldu þörf á verulegri innspýtingu áður en virðismatið yrði klárt. Mitt mat, þó ég sé ekki beinn samningsaðili var að þessi innspýting yrði veruleg til að bæta kjör þessara stétta en fór sem fór, segir Kristrún.
Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira