Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 19:03 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki. Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira