Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 19:03 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki. Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Sjá meira