Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Jón Þór Stefánsson skrifar 4. febrúar 2025 19:03 Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir ljóst að flugvöllurinn í Vatnsmýri muni ekki fara neitt á aðalskipulagstímabili Reykjavíkur til 2040. Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki. Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Þetta kom fram í ræðu Einars á Borgarstjórnarfundi í dag þar sem rætt var um tillögu Sjálfstæðisflokksins um að tryggja atvinnustarfsemi á flugvallarsvæðinu. „Málin hafa þróast þannig með Reykjavíkurflugvöll að það eru engar líkur á því að hann sé að fara á þessu skipulagstímabili til 2040. Niðurstöður rannsókna á flugskilyrðum í Hvassahrauni gefa jákvætt merki um að þar geti verið ágætur flugvöllur, en á meðan það er virkt eldgosatímabil á Reykjanesskaga er alveg ljóst að ríkisstjórnin er ekki að fara að setja fjármuni í nýjan flugvöll þar,“ sagði Einar. „Það er mín skoðun að í framtíðinni, hvenær sem hún kemur, verði byggður nýr flugvöllur annars staðar, en það er einfaldlega langt í það. Áratugir líklega.“ Þar að auki sagði Einar að ef ríkið tæki þá ákvörðun að byggja flugvöll í Hvassahrauni strax í dag myndi það taka að minnsta kosti fimmtán til tuttugu ár að koma vellinum í rekstur. Þar af leiðandi væri ólíklegt að fjöldi íbúða, sem á að byggja á flugvallasvæðinu, verðu byggðar. „Þess vegna er það einfaldlega staðan að það er ólíklegt, ef ekki útilokað, að þessar 7500 íbúðir verði til.“ „Það sker í augu að mínu mati að við séum með á áætlun 7500 íbúðir á flugvelli sem verður í fullum rekstri næstu tuttugu árin að óbreyttu. Þannig að það er að mínu mati alveg klárt að við verðum að breyta okkar áætlunum.“ Brýnt að taka ákvörðun um Geldinganes Þá sagði Einar að það væri orðið brýnt að taka ákvörðun um hvort byggt yrði í Geldinganesi. Nú væri verið að hanna mislæg gatnamót yfir Geldinganesið vegna gerðar Sundabrautar, og hvernig sú hönnun á að vera veltur á því hvort þarna eigi að vera stórt hverfi eða ekki.
Borgarstjórn Stjórnsýsla Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Fréttir af flugi Skipulag Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira