Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sindri Sverrisson skrifar 5. febrúar 2025 10:16 Pétur Ingvarsson gerði Keflavík að bikarmeistara í fyrra. vísir/Vilhelm Pétur Ingvarsson lét í gær af störfum sem þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann skilur við tvo syni sína sem eru í liðinu og mun nú styðja þá úr fjarska. Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Pétur sagði upp störfum hjá Keflavík á mánudaginn. Töluvert hefur verið lagt í leikmannahóp liðsins sem er býsna sterkur á pappír, en gengið hefur verið brösugt og sitja Keflvíkingar sem stendur utan úrslitakeppni í 9. sæti Bónus-deildarinnar. Þó eru aðeins tvö stig upp í 4. sæti – svo jöfn er deildin. Pétur fór að hugsa málin eftir tapið gegn KR á föstudagskvöldið. „Ég byrjaði á laugardag og sunnudag að undirbúa næsta leik, fyrir næsta fimmtudag, og ekkert mál með það. Svo er ég sundkennari líka og mæti á mánudeginum til að kenna sund, og þá hættir maður að hugsa um leikinn og fer að hugsa um aðra hluti, og kannski hvað er mikilvægara fyrir liðið til að fara áfram. Stundum er ágætt að hershöfðinginn stígi til hliðar,“ sagði Pétur í Sportpakkanum í gær en viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Pétur skilur við syni sína, þá Sigurð og Hilmar, sem spila með Keflavíkurliðinu. Hann segir að nú sé fínn tímapunktur til að skera á naflastrenginn. „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim. En Sigurður er búinn að vera með mér í fimm ár þannig að ég hugsa að hann sé kannski sá eini sem er búinn að fá nóg af mér. Þeir eru fullorðnir menn og ef maður þarf einhvern tímann að losna við börnin þá er það bara akkúrat núna,“ sagði Pétur við Val Pál Eiríksson í gær. „Ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla“ Hvernig tóku synirnir tíðindunum? „Þeim leist ekkert á þetta til þess að byrja með, en það eru ný tækifæri í þessu fyrir þá og alla,“ sagði Pétur. Þjálfarar leggja það alla jafna ekki í vana sinn að mæta mikið á leiki hjá liði sem þeir hafa sagt skilið við, en Pétur er í óvenjulegri stöðu sem pabbi tveggja leikmanna. Mætir hann þá á leikina hjá Keflavík? „Við sjáum nú til með það. Maður er vanur að horfa á leiki sem þjálfari og svo þegar maður fer upp í stúku þá eiginlega skilur maður ekkert hvernig leikurinn er. Ég á nú ekki von á öðru en að ég muni að minnsta kosti styðja þá, svo ef það er ekki appelsínugul viðvörun þá fer ég pottþétt á leiki.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02 Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Sjá meira
Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Pavel Ermolinskij, GAZmaður og körfuboltasérfræðingur, hefur nú tekið skýrt fram að hann muni ekki taka við liði Keflavíkur í Bónus-deildinni. 5. febrúar 2025 08:02
Pétur stígur til hliðar hjá Keflavík Pétur Ingvarsson er hættur sem þjálfari Keflavíkur í Bónus deild karla í körfubolta. Frá þessu greinir Keflavík á samfélagsmiðlum sínum. 3. febrúar 2025 19:11