Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 16:01 Eitt sinn átti ég samtal við konu erlendis sem hafði nýlega þurft að kaupa sér gleraugu í fyrsta sinn og var í áfalli yfir hinum óvænta kostnaði. Hún var ung og átti fullt í fangi með að standa undir okurleigu og helstu nauðsynjum og gleraugnakaupin komu það illa við hana að hún þurfti að skera fæðu og drykk við nögl í tvo mánuði. Ég vildi hressa hana við og ákvað að segja henni að á Íslandi væri hægt að sækja um styrk vegna gleraugnakaupa til stéttarfélaga. Hún gapti af undrun og enn meira þegar ég talaði um orlofshús sem væru víða um land og stæðu félagsfólki til boða gegn vægu gjaldi árið um kring. Við eigum það til að taka þeim lífsgæðum sem eru fólgin í víðtækri stéttarfélagsaðild sem sjálfsögðum hlut. En í rauninni er það ótrúlega framsækið að fólk geti fengið stuðning til að mæta óvæntum útgjöldum, en einnig til að stunda líkamsrækt og tómstundir og jafnvel fara í frí. Og í dag er það svo að margt launafólk á sín helstu samskipti við stéttarfélagið sitt í tengslum við umsóknir um styrki sem létta undir í lífsbaráttunni. Sjúkrasjóðurinn mikilvægastur Allra mikilvægasti sjóður hvers stéttarfélags er sjúkrasjóðurinn. Hans megin hlutverk er að tryggja afkomu félagsfólks sem glímir við alvarleg veikindi eða önnur áföll. Sjúkrasjóður VR er sá öflugasti á almennum vinnumarkaði og félagsfólk getur notið greiðslu úr honum í allt að sjö mánuði, sem er lengra tímabil en gengur og gerist. Sjóðurinn glímir þó við áskoranir eins og sjóðir annarra félaga og fyrir ekki löngu síðan lækkaði markið úr níu mánuðum í sjö. Styrkir stéttarfélaga á borð við gleraugnastyrk og líkamsræktarstyrk eru alla jafna greiddir úr sjúkrasjóði. Árið 2006 var farin sú leið innan VR að leggja af sértæka styrki og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið varasjóður og er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins. Hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Varasjóðurinn er einstakur að því leytinu til að upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti. Hins vegar var einnig tekin sú ákvörðun að tekjutengja upphæðir sem einstaklingar eiga rétt á og var þá horft til þess að fólk sem leggi meira til félagsins öðlist einnig frekari réttindi. Nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, sem og félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og getur þar munað á bilinu 8– 26 þúsund krónum á ári fyrir meðallaunamanneskju, eftir upphæð félagsgjalds. Innan VR er nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn, en gagnrýniraddirnar eru þó háværar og hafa enda ýmislegt til síns máls. Þessi umræða kemur reglulega upp innan stjórnar VR og hefur stjórnin rýnt öll gögn sem lúta að notkun sjóðsins og þær upplýsingar sem eru fyrir hendi frá félagsfólki í gegnum kannanir og samtöl. Þegar ég tók við formennsku í VR í desember sl. einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram. Ég hef því staðið fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs um þá gagnrýni sem hefur komið upp varðandi varasjóðinn og kallað eftir sjónarmiðum um tillögur, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Skemmst er frá því að segja að innan félagsins eru skiptar skoðanir um þessi mál. En í grunninn er ljóst að eins og sakir standa er ekki fyrir hendi víðtækur vilji til að umbylta varasjóðskerfinu. Vel má hugsa sér að ræða málið nánar, til dæmis á aðalfundi, eða kalla eftir sjónarmiðum frá félagsfólki með öðrum hætti. Því það er mikilvægt að sem víðtækust sátt ríki um sjóðakerfi VR og upplýst umræða er mikilvægur liður í því að skapa slíka sátt. Fæðingarstyrkur á sjóndeildarhringnum Hins vegar er óhætt að segja að nokkuð víðtæk samstaða sé um að taka upp fæðingarstyrk, en slíkir styrkir eru orðnir að reglu fremur en undantekningu hjá stéttarfélögum. Ungliðaráð VR hefur kallað eftir að slíkur styrkur verði tekinn upp, enda mikilvægt að ungt fólk finni fyrir stuðningi félagsins síns á viðkvæmum tíma lífsins. Slíkan styrk þarf hins vegar að fjármagna og þeir peningar liggja ekki á lausu eins og staðan er núna. Hugmyndir í umræðunni hafa meðal annars verið að efna til breytinga á sjúkrasjóði eða að hækka félagsgjald, sem væri þó ákveðið stílbrot í langri sögu VR! Ákvarðanir sem þessar eru ekki stjórnar að taka, heldur aðalfundar, og má ætla að umræða um þessi mál rati inn á hann 26. mars nk. Það er því full ástæða til að hvetja allt félagsfólk sem hefur skoðanir á sjóðakerfi VR til að mæta til aðalfundar og taka þátt í þessari umræðu. Hún varðar allt félagsfólk og þarf að eiga sér stað á breiðum grunni. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Formannskjör í VR 2025 Félagsmál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn átti ég samtal við konu erlendis sem hafði nýlega þurft að kaupa sér gleraugu í fyrsta sinn og var í áfalli yfir hinum óvænta kostnaði. Hún var ung og átti fullt í fangi með að standa undir okurleigu og helstu nauðsynjum og gleraugnakaupin komu það illa við hana að hún þurfti að skera fæðu og drykk við nögl í tvo mánuði. Ég vildi hressa hana við og ákvað að segja henni að á Íslandi væri hægt að sækja um styrk vegna gleraugnakaupa til stéttarfélaga. Hún gapti af undrun og enn meira þegar ég talaði um orlofshús sem væru víða um land og stæðu félagsfólki til boða gegn vægu gjaldi árið um kring. Við eigum það til að taka þeim lífsgæðum sem eru fólgin í víðtækri stéttarfélagsaðild sem sjálfsögðum hlut. En í rauninni er það ótrúlega framsækið að fólk geti fengið stuðning til að mæta óvæntum útgjöldum, en einnig til að stunda líkamsrækt og tómstundir og jafnvel fara í frí. Og í dag er það svo að margt launafólk á sín helstu samskipti við stéttarfélagið sitt í tengslum við umsóknir um styrki sem létta undir í lífsbaráttunni. Sjúkrasjóðurinn mikilvægastur Allra mikilvægasti sjóður hvers stéttarfélags er sjúkrasjóðurinn. Hans megin hlutverk er að tryggja afkomu félagsfólks sem glímir við alvarleg veikindi eða önnur áföll. Sjúkrasjóður VR er sá öflugasti á almennum vinnumarkaði og félagsfólk getur notið greiðslu úr honum í allt að sjö mánuði, sem er lengra tímabil en gengur og gerist. Sjóðurinn glímir þó við áskoranir eins og sjóðir annarra félaga og fyrir ekki löngu síðan lækkaði markið úr níu mánuðum í sjö. Styrkir stéttarfélaga á borð við gleraugnastyrk og líkamsræktarstyrk eru alla jafna greiddir úr sjúkrasjóði. Árið 2006 var farin sú leið innan VR að leggja af sértæka styrki og setja heldur á laggirnar réttindasjóð sem hlaut nafnið varasjóður og er fjármagnaður úr orlofssjóði, félagssjóði og sjúkrasjóði félagsins. Hugmyndin var að þar gæti fólk átt sjóð til að mæta óvæntum áföllum, eða til að nýta sér aðra orlofskosti en orlofshús félagsins. Varasjóðurinn er einstakur að því leytinu til að upphæðin safnast upp milli ára og ber vexti. Hins vegar var einnig tekin sú ákvörðun að tekjutengja upphæðir sem einstaklingar eiga rétt á og var þá horft til þess að fólk sem leggi meira til félagsins öðlist einnig frekari réttindi. Nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn Varasjóðurinn hefur oft sætt gagnrýni, annars vegar vegna tekjutengingarinnar og hins vegar þar sem önnur stéttarfélög bjóða annars konar styrki sem geta samanlagt reynst hærri en fólk fær úr sínum varasjóði hjá VR. Í slíkum samanburði þarf þó að taka mið af góðum réttindum VR-félaga í sjúkrasjóði, sem og félagsgjaldi í VR sem er lægra en í mörgum öðrum stéttarfélögum og getur þar munað á bilinu 8– 26 þúsund krónum á ári fyrir meðallaunamanneskju, eftir upphæð félagsgjalds. Innan VR er nokkuð víðtæk ánægja með varasjóðinn, en gagnrýniraddirnar eru þó háværar og hafa enda ýmislegt til síns máls. Þessi umræða kemur reglulega upp innan stjórnar VR og hefur stjórnin rýnt öll gögn sem lúta að notkun sjóðsins og þær upplýsingar sem eru fyrir hendi frá félagsfólki í gegnum kannanir og samtöl. Þegar ég tók við formennsku í VR í desember sl. einsetti ég mér að fleyta þessari umræðu áfram. Ég hef því staðið fyrir ítarlegri umræðu bæði innan stjórnar og trúnaðarráðs um þá gagnrýni sem hefur komið upp varðandi varasjóðinn og kallað eftir sjónarmiðum um tillögur, til dæmis um að draga úr vægi tekjutengingarinnar eða að taka upp styrkjakerfi sambærilegt öðrum félögum. Skemmst er frá því að segja að innan félagsins eru skiptar skoðanir um þessi mál. En í grunninn er ljóst að eins og sakir standa er ekki fyrir hendi víðtækur vilji til að umbylta varasjóðskerfinu. Vel má hugsa sér að ræða málið nánar, til dæmis á aðalfundi, eða kalla eftir sjónarmiðum frá félagsfólki með öðrum hætti. Því það er mikilvægt að sem víðtækust sátt ríki um sjóðakerfi VR og upplýst umræða er mikilvægur liður í því að skapa slíka sátt. Fæðingarstyrkur á sjóndeildarhringnum Hins vegar er óhætt að segja að nokkuð víðtæk samstaða sé um að taka upp fæðingarstyrk, en slíkir styrkir eru orðnir að reglu fremur en undantekningu hjá stéttarfélögum. Ungliðaráð VR hefur kallað eftir að slíkur styrkur verði tekinn upp, enda mikilvægt að ungt fólk finni fyrir stuðningi félagsins síns á viðkvæmum tíma lífsins. Slíkan styrk þarf hins vegar að fjármagna og þeir peningar liggja ekki á lausu eins og staðan er núna. Hugmyndir í umræðunni hafa meðal annars verið að efna til breytinga á sjúkrasjóði eða að hækka félagsgjald, sem væri þó ákveðið stílbrot í langri sögu VR! Ákvarðanir sem þessar eru ekki stjórnar að taka, heldur aðalfundar, og má ætla að umræða um þessi mál rati inn á hann 26. mars nk. Það er því full ástæða til að hvetja allt félagsfólk sem hefur skoðanir á sjóðakerfi VR til að mæta til aðalfundar og taka þátt í þessari umræðu. Hún varðar allt félagsfólk og þarf að eiga sér stað á breiðum grunni. Höfundur er formaður VR.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun