Körfubolti

Durant vill ekki fara til Golden State

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er engin endurkoma til Golden State Warriors í spilunum hjá Kevin Durant sem verður væntanlega áfram hjá Phoenix Suns.
Það er engin endurkoma til Golden State Warriors í spilunum hjá Kevin Durant sem verður væntanlega áfram hjá Phoenix Suns. Getty/ Alika Jenner

Kevin Durant er einn af þeim leikmönnum sem gæti endaði í nýju liði áður en félagsskiptaglugginn lokast í NBA deildinni í körfubolta.

Durant hefur síðustu daga verið orðaður við endurkomu til Golden State Warriors en hann sjálfur vill það alls ekki.

Shams Charania, aðalskúbbari ESPN, hefur það eftir leikmanninum að hann hafi engan áhuga á því að spila aftur með Golden State þar sem hann vann tvo titla á sínum tíma.

Lítið hefur gengið hjá liðum Durant síðan en hann spilar nú með Phoenix Suns sem er með 25 sigra og 24 töp í vetur. Talað var um að Golden State gæti náð í Durant í þriggja liða skiptum við Suns og Miami Heat. Jimmy Butler átti þá að enda í Phoenix Suns og Andrew Wiggins í Miami.

Butler hefur mikið talað fyrir því að komast til Suns en það verður væntanlega ekkert af því vegna áhugaleysis Durant. Suns mun því áfram reyna að byggja lið sitt í kringum Durant og Devin Booker.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×