Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Sjá meira
Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar