Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 07:01 Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Vinnumarkaður Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Mikilvægi opinberrar umræðu er óumdeilt – hún veitir valdhöfum aðhald og er ein af grunnstoðum lýðræðisins. En þegar staðreyndum er hagrætt og rangfærslur nýttar í pólitískum tilgangi, veikjast þessar stoðir. Undanfarið hafa ýmis hagsmunasamtök sett fram villandi upplýsingar tengdar starfskjörum opinberra starfsmanna og fjölgun starfa í opinberri þjónustu. Staðreyndum er hagrætt eða þær settar fram í skökkum samanburði, að því er virðist til að ýta undir tortryggni og grafa undan trausti á opinberri þjónustu og fólkinu sem sinnir henni. Sama tilgangi þjónar ákall um að hlutverk hins opinbera verði takmarkað, stofnanir sameinaðar og verkefnum útvistað. Ráðningarvernd þeirra sem sinna opinberri þjónustu hefur verið útmáluð sem sérlega hvimleið og kostnaðarasöm hindrun og lagt til að hún verði aflögð. Góð og gild rök fyrir ráðningarvernd Starfsfólk ríkis og sveitarfélaga sinnir samfélagslega mikilvægum verkefnum sem krefjast sérfræðiþekkingar, hlutleysis og stöðugleika. Það hefur skýrar skyldur gagnvart almenningi og ber ábyrgð á því að ákvarðanir séu teknar á grundvelli laga og almannahagsmuna. Ráðningarverndin er ekki forréttindi heldur nauðsynlegt úrræði til að tryggja að stjórnsýslan og opinberar stofnanir starfi af fagmennsku og óhlutdrægni. Ráðningarverndin kemur í veg fyrir að ráðningar og uppsagnir byggist á geðþótta eða pólitískum hagsmunum og er því lýðræðisvörn sem ætlað er að tryggja fagmennsku og óhlutdrægni. Afleiðing þess að leggja hana niður væri skert traust almennings á opinberri þjónustu og stjórnsýslu. Í Bandaríkjunum virðist nú stefnt að fjöldauppsögnum milljóna opinberra starfsmanna til að ryðja brautina fyrir þóknanlegt fólk. Varla viljum við sjá sambærilega þróun hér. Ákvæði laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna veita vörn gegn pólitískum afskiptum, sem tryggja að fólk í opinberri þjónustu starfi óháð duttlungum valdhafa. Opinber þjónusta snýst um almannaheill, hún er fyrir okkur öll – ekki fyrir stjórnmálaflokka eða sérhagsmuni. Fólkinu sem sinnir henni er ætlað að að tryggja velferð, öryggi og virkni hins opinbera kerfis með fagmennsku og óhlutdrægni að leiðarljósi. Málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar uppsögn Það segir sína sögu að gagnrýnendur ráðningarverndar skuli kalla hana uppsagnarvernd. Vissulega eru ákvæði laga um uppsagnir opinbers starfsfólks þess eðlis að þau krefjast þess að málefnanlegar ástæður liggi til grundvallar breytingum á starfsmannahópnum. Hafa ber í huga að þegar opinber stofnun bregst við rekstrarlegum aðstæðum, breytir skipulagi og segir upp starfsfólki, þá gildir engin ráðningarvernd önnur en að meta þarf starfsfólk, þekkingu þess og færni, og það hæfasta skal halda starfinu. Sú ráðningarvernd sem gildir þegar uppsögn varðar starfsmanninn sjálfan felur í sér að starfsmanni skuli gefinn kostur á að bæta ráð sitt áður en til uppsagnar kemur. Verum á varðbergi gagnvart rangfærslum og sýnum opinberu starfsfólki virðingu Umræða sem byggir á rangfærslum og skekktum samanburði er ekki aðeins hvimleið – hún er hættuleg. Þegar staðreyndir víkja fyrir pólitískum útúrsnúningum veikjast stofnanir samfélagsins, traust almennings minnkar – og þar með lýðræðið sjálft. Umræða um opinbert starfsfólk er mikilvæg og á fullkomlega rétt á sér – en hún verður að byggjast á staðreyndum, ekki skekktri tölfræði og pólitískum útúrsnúningum. Gerum kröfu um heiðarlega umræðu og virðum þá sem starfa í þágu almannahagsmuna. Það er forsenda trausts á þeim mikilvægu kerfum sem velferðarsamfélag byggir á. Höfundur er formaður BHM.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun