Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2025 10:48 Reykjavíkurflugvöllur verður með aðeins einni flugbraut í notkun næstu fjóra mánuði, hið minnsta, samkvæmt tilskipun Samgöngustofu. Vilhelm Samgöngustofa fyrirskipaði Isavia í gærkvöldi að loka austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar, braut 31/13, frá miðnætti 8. febrúar, það er á laugardag. Ástæðan er trjágróður í Öskjuhlíð sem skerðir öryggi flugfarþega. Í erindi Samgöngustofu kemur fram að ráðstöfunin gildi til 5. maí næstkomandi. Henni verði aflétt þegar staðfest hefur verið að aðflugsleiðin sé hindranafrí eða að Isavia hafi auðkennt mögulegar mildunarráðstafanir. Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Í tilskipun Samgöngustofu frá því í gær segir: „Mælingar Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31. Hvorki Isavia innanlandsflugvöllum né Samgöngustofu hefur tekist að fá hindranir fjarlægðar þrátt fyrir skýr ákvæði Skipulagsreglna Reykjavíkurflugvallar og hefur Reykjavíkurborg verið veittur frestur til 17. febrúar nk. til að upplýsa Samgöngustofu um hvernig staðið verður að uppfyllingu þeirra krafna. Samgöngustofa beinir þeim fyrirmælum hér með til Isavia innanlandsflugvalla að takmarka notkun flugbrautar 13/31 þannig að flugbrautin sé ekki notuð til flugtaks og lendinga sem reynir á þá hindranafleti sem ekki eru hindranafríir. Þetta felur í sér að loka skal fyrir lendingar á flugbraut 13 og flugbraut 31, og að loka skal fyrir flugtök á flugbraut 13. Með vísan í fyrri samskipti þá ítrekar Samgöngustofa að bannið nær einnig til sjúkraflugs. Nota má flugbraut 31 til flugtaks og til aksturs loftfara og ökutækja. Tilskipun þessi skal taka gildi kl. 00:00 8. febrúar 2025. Tilskipunin gildir til 5. maí 2025 en verður aflétt þegar staðfest hefur verið af Isavia innanlandsflugvöllum að hindranafletir skv. Skipulagsreglum Reykjavíkurflugvallar séu hindranafríir ellegar að Isavia innanlandsflugvellir hafi auðkennt mögulegar mildunarráðstafanir sem Samgöngustofa hefur samþykkt.“ Trjágróður í Öskjuhlíð skagar upp í hindranafleti við aðflug á austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar.vilhelm Upphaf málsins má rekja til tólf ára gamals samkomulags sem þáverandi samgönguráðherra, Ögmundur Jónasson, og þáverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, gerðu þann 19. apríl 2013 milli ríkis og borgar. Þar segir: „Að flugöryggi við notkun austur/vestur flugbrautar verði bætt með því annars vegar að séð verði til þess að gróður í Öskjuhlíðinni skagi ekki upp í hindranafleti núverandi flugbrautar og hins vegar að heimiluð verði uppsetning aðflugsljósa fyrir nákvæmnisblindflug vestan við brautina.“ Í síðasta mánuði tilkynnti Samgöngustofa Isavia að loka skyldi annarri flugbrautinni sem allra fyrst. Ástæðan væri sú að borgin hefði ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa teldi nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Í erindinu sem Isavia barst frá Samgöngustofu þann 9. janúar síðastliðinn segir að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Tengd skjöl Tilskipun_um_öryggi_ISI_Flugbraut_13_31_5PDF140KBSækja skjal Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Reykjavík Tré Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Í erindi Samgöngustofu kemur fram að ráðstöfunin gildi til 5. maí næstkomandi. Henni verði aflétt þegar staðfest hefur verið að aðflugsleiðin sé hindranafrí eða að Isavia hafi auðkennt mögulegar mildunarráðstafanir. Þessi mynd sýnir það svæði sem hin umdeildu tré þekja.Grafík/Hjalti Í tilskipun Samgöngustofu frá því í gær segir: „Mælingar Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31. Hvorki Isavia innanlandsflugvöllum né Samgöngustofu hefur tekist að fá hindranir fjarlægðar þrátt fyrir skýr ákvæði Skipulagsreglna Reykjavíkurflugvallar og hefur Reykjavíkurborg verið veittur frestur til 17. febrúar nk. til að upplýsa Samgöngustofu um hvernig staðið verður að uppfyllingu þeirra krafna. Samgöngustofa beinir þeim fyrirmælum hér með til Isavia innanlandsflugvalla að takmarka notkun flugbrautar 13/31 þannig að flugbrautin sé ekki notuð til flugtaks og lendinga sem reynir á þá hindranafleti sem ekki eru hindranafríir. Þetta felur í sér að loka skal fyrir lendingar á flugbraut 13 og flugbraut 31, og að loka skal fyrir flugtök á flugbraut 13. Með vísan í fyrri samskipti þá ítrekar Samgöngustofa að bannið nær einnig til sjúkraflugs. Nota má flugbraut 31 til flugtaks og til aksturs loftfara og ökutækja. Tilskipun þessi skal taka gildi kl. 00:00 8. febrúar 2025. Tilskipunin gildir til 5. maí 2025 en verður aflétt þegar staðfest hefur verið af Isavia innanlandsflugvöllum að hindranafletir skv. Skipulagsreglum Reykjavíkurflugvallar séu hindranafríir ellegar að Isavia innanlandsflugvellir hafi auðkennt mögulegar mildunarráðstafanir sem Samgöngustofa hefur samþykkt.“ Trjágróður í Öskjuhlíð skagar upp í hindranafleti við aðflug á austur/vestur braut Reykjavíkurflugvallar.vilhelm Upphaf málsins má rekja til tólf ára gamals samkomulags sem þáverandi samgönguráðherra, Ögmundur Jónasson, og þáverandi borgarstjóri, Jón Gnarr, gerðu þann 19. apríl 2013 milli ríkis og borgar. Þar segir: „Að flugöryggi við notkun austur/vestur flugbrautar verði bætt með því annars vegar að séð verði til þess að gróður í Öskjuhlíðinni skagi ekki upp í hindranafleti núverandi flugbrautar og hins vegar að heimiluð verði uppsetning aðflugsljósa fyrir nákvæmnisblindflug vestan við brautina.“ Í síðasta mánuði tilkynnti Samgöngustofa Isavia að loka skyldi annarri flugbrautinni sem allra fyrst. Ástæðan væri sú að borgin hefði ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa teldi nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. Í erindinu sem Isavia barst frá Samgöngustofu þann 9. janúar síðastliðinn segir að hætta skuli notkun flugbrautar 31 til lendinga og flugbrautar 13 til flugtaks vegna „afstöðu Reykjavíkurborgar að lúta ekki án frekari tafa gildandi skipulagsreglum hvað varðar hæð trjágróðurs.“ Tengd skjöl Tilskipun_um_öryggi_ISI_Flugbraut_13_31_5PDF140KBSækja skjal
Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Fréttir af flugi Reykjavík Tré Tengdar fréttir Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21 Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43 Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Sjá meira
Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli Isavia bíður með að færa flugvallargirðingu í Skerjafirði þar til nýr samgönguráðherra hefur tekið afstöðu til þess hvort svæðið umdeilda verði afhent Reykjavíkurborg til nýrra húsbygginga. Ráðherrann segir alveg á hreinu að ekkert verði gert sem grafi undan tilvist Reykjavíkurflugvallar. 4. febrúar 2025 21:21
Heitar umræður um lokun flugbrautar Heitar umræður mynduðust á fundi borgarstjórnar í dag um Reykjavíkurflugvöll en annarri flugbrauta vallarins verður lokað í næstu viku. Borgarfulltrúi segist ósáttur með seinagang meirihluta borgarstjórnar í málum varðandi flugvöllinn. 21. janúar 2025 21:43
Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Samgöngustofa hefur tilkynnt ISAVIA að loka skuli annarri tveggja flugbrauta Reykjavíkurflugvallar sem allra fyrst. Borgin hefur ekki fellt tré í Öskjuhlíð, sem Samgöngustofa segir nauðsynlegt til að tryggja flugöryggi. 10. janúar 2025 19:09