„Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 13:28 Alfreð Erling er talinn hafa banað hjónum á áttræðisaldri í Neskaupstað í ágúst síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Varaformaður Geðhjálpar segir að setja þurfi meira púður í fyrirbyggjandi aðgerðir í geðheilbrigðismálum. Maður sem sætir ákæru fyrir að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar átti að vera í nauðungarvistun þegar voðaverkið var framið. Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“ Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Greint var frá því í Morgunblaðinu í morgun að Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, hafi átt samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skara skríða. Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar, segir að vinna þurfi mun betur að forvörnum í geðheilbrigðismálum.Geðhjálp Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins að á einu ári hafi Alfreð þrisvar verið úrskurðaður í nauðungarvistun, meðal annars í tólf vikur frá 6. júní. Hann átti því ekki að ganga laus 21. ágúst þegar voðaverkið var framið. „Ef fólk einangrast og á enga samleið með öðru fólki eða á ekki í sig og á, eða þak yfir höfuðið og upplifir enga samkennd þá getur hver sem er orði hættulegur,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður Geðhjálpar. Hún nefnir að maður á fertugsaldri, sem banaði tíu námsmönnum í Svíþjóð á þriðjudag, hafi verið mikill einfari og staðið illa félagslega. „Við megum ekki láta neinn verða út undan þannig að það er ekki nóg að setja fjármagn í eitthvað. Það verður að hugsa hvað við setjum það í. Við í Geðhjálp höfum líka verið að leggja áherslu á það að fjölga jafningjastarfsmönnum því þeir nálgast fólk á manneskjulegan hátt og setja mennskuna í forgrunn,“ segir Elín Ebba. „Við erum ofsalega oft að beina fólki á einhverja ákveðna braut í ákveðna kassa. Það er ofslaega oft sem fólkið sem ekki fittar í þessa kassa sem við erum búin að búa til sem verður svona utanveltu.“ Oft sé gott að búa í litlum samfélögum, þar sem nágrannar haldi oft betur hvor um annan. „En ef enginn bregst við og það er látið aðgerðalaust þýðir ekkert að hrópa á torgum og segja: Við þurfum fleiri vistunarpláss ef við sem samfélag erum að ýta út fólki og leyfum því ekki að eiga samleið,“ segir Elín Ebba. „Við búum núna í miklu fjölbreyttara samfélagi þar sem er að koma fólk frá alls konar löndum. Ef við ýtum þeim út erum við að búa til ný vandamál í framtíðinni. Þess vegna er inngilding svona mikilvæg og að fólk fái að taka þátt. Það er ekki nóg að taka við fólki heldur verður það að fá að taka þátt í samfélaginu og upplifa að það fái sömu tækifæri. Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum.“
Geðheilbrigði Fjarðabyggð Lögreglumál Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Tengdar fréttir Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51 Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Alfreð Erling Þórðarson, 46 ára Norðfirðingur sem sætir ákæru fyrir að hafa orðið hjónum á áttræðisaldri að bana í fyrrasumar, átti samkvæmt dómsúrskurði að vera í nauðungarvistun þegar hann lét til skarar skríða. 6. febrúar 2025 09:51