Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar 6. febrúar 2025 16:03 Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Borgarstjórn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Þótt Framsóknarflokkurinn sé í meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur hefur hann í því samstarfi skapað sitt eigið fangelsi. Þetta kemur hvergi betur fram en í flugvallarmálinu. Leikþátturinn í ágúst 2023 Í ágúst 2023 setti þáverandi borgarstjóri Samfylkingarinnar upp leikþátt um þær kröfur Isavia innanlandsflugvalla að tré yrðu grisjuð í Öskjuhlíð til að tryggja flugöryggi. Þótt þær kröfur styddust við gildandi samninga Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins var látið að því liggja af hálfu þáverandi borgarstjóra að málið snerist um stórfellt skógarhögg. Framsóknarflokkurinn, sem segist hliðhollur veru flugvallarins í Vatnsmýri, studdi að setja málið í umsagnarferli innan borgarkerfisins. Svæfingardeildin og skortur á forystu Síðan þá, eða í 18 mánuði, hefur málið verið í svæfingardeildinni hjá umhverfis- og skipulagsráði. Engar umsagnir hafa verið lagðar fram. Engin skýrslugerð liggur fyrir en af hálfu borgarinnar hafa skýrslur verið samdar af minna tilefni. Upplýsingagjöf til kjörinna fulltrúa um málið hefur verið í lágmarki. Forysta Framsóknarflokksins í málinu hefur því engin verið. Svo virðist sem að fulltrúar flokksins sætti sig við að aðrir flokkar í meirihlutasamstarfinu láti draga sig á asnaeyrunum. Samt er það framsóknarmaður sem er borgarstjóri og búinn að vera það í rúmt ár. Loka á annarri flugbrautinni að óbreyttu Fram hefur komið í fréttum hinn 6. febrúar 2025 að Samgöngustofa hafi gefið út fyrirmæli um að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar þar eð mælingar „Isavia innanlandsflugvalla frá október sl. staðfesta að trjágróður hefur vaxið upp í hindranafleti Reykjavíkurflugvallar og því er ekki hægt að tryggja hindranalaust aðflug og flugtak á flugbraut 13/31“. Með öðrum orðum, á borgarstjórnarvakt Framsóknarflokksins hefur trjágróður í Öskjuhlíð vaxið upp í hindranafleti sem eiga að vera hindranalausir. Verði þetta niðurstaðan er lítið orðið eftir af rekstrarhæfi Reykjavíkurflugvallar. Hvernig á að losna úr prísundinni? Í viðtali hjá Spursmálum Morgunblaðsins, sem birt var 5. febrúar 2025, var Einar Þorsteinsson borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn, spurður út í flugvallarmálið og í framhaldinu lét hann svohljóðandi ummæli falla: „Ég skal bara vera hreinskilinn, það hriktir aðeins í, í kringum þetta mál – og eðlilega. Afstaða Samfylkingar og Pírata, og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur alveg verið skýr að þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar.“ Vissulega er hreinskilni þessi til eftirbreytni en er ekki meira um vert að Framsóknarflokkurinn reki af sér slyðruorðið og losi sig úr þeirri prísund sem núverandi meirihlutasamstarf í borgarstjórn er? Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun