„Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Bjarki Sigurðsson skrifar 6. febrúar 2025 23:19 Tré brotnuðu í hvassviðrinu. Vísir/Friðrik Júlíus Veðrið hefur leikið íbúa á Stöðvarfirði grátt síðastliðinn sólarhring. Miklar skemmdir eru á húsum og bærinn allur á floti. Hallgrímskirkja slapp með skrekkinn þegar eldingu laust þar niður. Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir. Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira
Það var nóg um að vera hjá viðbragðsaðilum um land allt í aftakaveðrinu sem gekk yfir landið í gær. Björgunarsveitir sinntu um þrjú hundruð verkefnum og vatnstjón var víða á höfuðborgarsvæðinu. Rauðar viðvaranir voru í gildi þar fyrir hádegi í dag og röskun var á skólastarfi vegna þess. Á Siglufirði losnuðu þakplötur af tveimur stórum iðnaðarhúsum og fuku um bæinn. Þá sprakk ný kirkjuhurð Siglufjarðarkirkju upp. Slökkviliðsstjórinn lýsti nóttinni sem afar langri fyrir viðbragðsaðila. Eldingu laust niður í turn Hallgrímskirkju í gær. Eldingin náði þó ekki að valda miklum skaða að sögn Grétars Einarssonar, kirkjuhaldara. „Þetta var mjög dramatískt. Það má segja að skrattinn hafi náð öðrum hluta krossins, en ljósið lifir hinum megin,“ segir Grétar. Þannig þetta er ekki verulegt tjón? „Nei, ég held ekki. Rafmagnið fór ekki af kirkjunni og engin kerfi sem eru í ólagi.“ Dróni verður notaður til að skoða tjónið utan frá og rafvirkjar eiga eftir að meta stöðuna betur. Grétar man ekki eftir því að eldingu hafi áður lostið niður í kirkjuna. „Alla vega ekki frá því ég byrjaði að vinna hérna. En það er frekar líklegt að það hafi einhvern tímann gerst. En þetta er mjög dramatískt myndskeið,“ segir Grétar. Skjáskot úr myndskeiðinu af eldingunni. Stöðfirðingar hafa komið hvað verst út úr þessu óveðri. Þar hafa þakplötur og ýmsir lausamunir fokið um allan bæ og valdið töluverðu tjóni að sögn Margeirs Margeirssonar, varðstjóra í Stöðvarfirði. „Húsþök hafa orðið fyrir tjóni, rúður á bílum, gluggar á húsum. Það eru mjög miklar skemmdir á mörgum húsum,“ segir Margeir. Viðbragðsaðilar hafa reynt hvað þeir geta að takmarka tjónið. „Það er voða lítið hægt að gera í svona veðri. Við erum búin að fergja allt og það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri. Vatnsmagnið er gríðarlegt, það eru öll ræsi yfirfull og það flæðir um allar götur,“ segir Margeir. Íbúar séu skelkaðir. „Ég er búinn að búa hér síðan 1982 og það hefur ekki komið svona síðan ég kom hér,“ segir Margeir.
Óveður 5. og 6. febrúar 2025 Veður Fjallabyggð Hallgrímskirkja Slökkvilið Mest lesið Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Sjá meira