Josh Allen bestur í NFL-deildinni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. febrúar 2025 13:01 Enginn háskóli hafði áhuga á Josh Allen er hann kom úr framhaldsskóla. Hann er núna verðmætasti leikmaður NFL-deildarinnar. vísir/getty Lokahóf NFL-deildarinnar, NFL Honors, fór fram í nótt en þá voru bestu leikmenn deildarinnar heiðraðir. Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00. NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Sjá meira
Snoop Dogg var veislustjóri hátíðarinnar og fór á kostum eins og hans var von og vísa. Hér að neðan má stórkostlegt atriði með honum og Roger Goodell, yfirmanni deildarinnar. Looks like Roger Goodell has picked up some new lingo hanging out with Snoop 😂 @SnoopDogg @nflcommish📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/mArz3JcBFM— NFL (@NFL) February 7, 2025 Josh Allen, leikstjórnandi Buffalo Bills, var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar, MVP, en valið stóð á milli hans og Lamar Jackson, leikstjórnanda Baltimore Ravens. Þeir voru langefstir í kjörinu en Allen fékk fjögur fleiri atkvæði í efsta sætið. A moment that MVP Josh Allen will cherish for the rest of his life 🏆 @Invisalign📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/GaafXND5pV— NFL (@NFL) February 7, 2025 Sóknarleikmaður ársins var Saquon Barkley, hlaupari Philadelphia Eagles, en hann hljóp yfir 2.000 jarda á tímabilinu og var óstöðvandi. Varnarmaður ársins var bakvörður Denver Broncos, Patrick Surtain II. Hann stal fjórum boltum í vetur og aðeins voru 34 gripnir boltar í horninu sem hann sá um. Hann sló Trey Hendrickson og Myles Garrett við í þessu vali. Endurkomuleikmaður ársins var Joe Burrow, leikstjórnandi Cincinnati Bengals. Hann var að koma til baka eftir meiðsli og átti geggjað ár þó svo liðið hafi ekki staðið undir væntingum. Þjálfari ársins var síðan Kevin O´Connell, þjálfari Minnesota Vikings. Ekki var búist við neinu af liðinu en það kom gríðarlega á óvart í allan vetur og fór í úrslitakeppnina. Kevin O'Connell is your Coach of the Year! @Vikings📺: #NFLHonors on FOX & @NFLNetwork📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/g66Za07wEe— NFL (@NFL) February 7, 2025 Besti sóknarnýliðinn var síðan hinn magnaði leikstjórnandi Washington Commanders, Jayden Daniels. Besti varnarnýliðinn var síðan Jared Verse, leikmaður LA Rams. From the Heisman to the No. 2 overall pick to OROY 🙌 @JayD__5📺: #NFLHonors on FOX & NFLN📱: Stream on @NFLPlus pic.twitter.com/AhnNwCidau— NFL (@NFL) February 7, 2025 Fjórir leikmenn voru síðan teknir inn í frægðarhöll deildarinnar, Hall of Fame. Það voru þeir Eric Allen, Jared Allen, Antonio Gates og Sterling Sharpe. Bróðir Sterling, Shannon, er þegar í frægðarhöllinni en þeir eru fyrstu bræðurnir sem komast þangað. Super Bowl fer svo fram á sunnudag. Leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport 2 og hefst upphitun fyrir leikinn 22.00.
NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Fleiri fréttir Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Sjá meira