Fótbolti

Strembin verk­efni hjá Glódísi og Sveindísi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Glódís og stöllur hennar eru á leið til Frakklands.
Glódís og stöllur hennar eru á leið til Frakklands. Daniela Porcelli/Getty Images

Dregið var í átta-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í Nyon í Sviss í dag. Strembin verkefni bíða landsliðskvennana Glódísar Perlu Viggósdóttur og Sveindísar Jane Jónsdóttur.

Glódís Perla og stöllur hennar í Bayern München drógust gegn Lyon frá Frakklandi. Lyon er sigursælasta lið í sögu Meistaradeildarinnar með átta titla en Bayern bíður enn fyrsta titilsins.

Wolfsburg, lið Sveindísar Jane, bíður ekki síður erfitt verkefni. Wolfsburg dróst gegn Barcelona, meistara síðustu tveggja ára. Barcelona vann Wolfsburg í úrslitum 2023.

Manchester City og Chelsea drógust þá saman í slag um England og Real Madrid mætir Arsenal í fjórða einvíginu.

Fyrri leikir átta liða úrslitanna fara fram 18. og 19. mars og þeir síðari viku síðar, 26. og 27. mars. Leikið vreður til úrslita í Lissabon í lok maí.

Átta liða úr­slit:

  • Real Madrid – Arsenal
  • Manchester City – Chel­sea
  • Wolfs­burg – Barcelona
  • Bayern München - Lyon

Undanúr­slit:

  • Wolfs­burg/​Barcelona – Manchester City/​Chel­sea
  • Real Madrid/​Arsenal - Bayern München/​Lyon



Fleiri fréttir

Sjá meira


×