Nokkrar tilkynningar bárust vegna hávaða í heimahúsum í tengslum við Ofurskálina en menn tóku almennt vel í inngrip lögreglu; lofuðu að lækka í sér og virða svefnhöfgi áhugaminni nágranna sinna.
Tveir voru handteknir í tengslum við þjófnað á veitingastað í miðborginni og tveir aðrir í tengslum við eignaspjöll. Þá var ökumaður handtekinn eftir að ekið var á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði.
Vegfarandinn var fluttur á slysadeild en ökumaðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum.
Lögregla handtók einn til viðbótar í Garðabæ en sá var ölvaður og til ama og neitaði að gefa upp nafn og kennitölu þegar eftir því var leitað. Hann verður vistaður þar til ástand hans batnar.