Kennarar klæðast svörtu í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 12:02 Sigríður og samstarfskona hennar Ingibjörg Jónasardóttir, sem báðar eru leikskólakennarar á Rauðhóli. Bítið Samninganefndir kennara og ríkis og sveitarfélaga funda nú í Karphúsinu. Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Alþingishúsið í kvöld. Leikskólakennari segist hafa fundið blendnar tilfinningar við að mæta aftur til vinnu í morgun. Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Samninganefndir komu saman að nýju hjá ríkissáttasemjara í morgun eftir helgarfrí. Kennarar mættu allir aftur til vinnu í morgun eftir að Félagsdómur dæmdi verkföll þeirra í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt á þeim forsendum að aðgerðirnar næðu ekki til allra starfsmanna stéttarfélagas hjá sama vinnuveitanda. Margir syrgja þessa niðurstöðu Félagsdóms. „Þessi hugmynd kom að vera klædd svörtu. Ætli það lýsi ekki okkar líðan í dag, þetta er svo skrítið. Það eru mjög blendnar tilfinningar í stéttinni okkar núna,“ segir Sigríður Sigurjónsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli í Reykjavík. Sigríður ræddi stöðuna í kjaradeilunni nánar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kennarar á Rauðhóli fóru í verkfall fyrir viku síðan. Hún segir gott að mæta aftur og hitta krakkana en sárt á sama tíma. „Við erum í góðri trú í þessari baráttu, eins og er margoft búið að tala um að það sé búið að svíkja okkur síðan 2016. Við erum í góðri trú í verkfalli og svo fer þetta í þennan dóm þannig að skiljanlega eru margar tilfinningar í gangi.“ Boðað hefur verið til samstöðufundar kennara við Austurvöll í kvöld, á sama tíma og forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína. „Ég á von á því að fólk mæti, til að sýna samstöðu í hringiðunni sem við erum í núna. Ég held það sé fyrst og fremst gott fyrir fólk að hittast,“ segir Sigríður. Kennarar viti ekkert hvernig gangi við samningaborðið og því erfitt að leggja mat á hvort grípa eigi til allsherjarverkfalls. „Maður vill auðvitað forðast það í lengstu lög að fara í verkfall. Maður vill bara að það sé hægt að semja.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33 Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17 Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21 Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Fleiri fréttir „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Sjá meira
Smásálarleg hefnigirni kennaraforystunnar Kennarasambandið sýnir vægast sagt heift og hefnigirni í greinargerð sinni fyrir Félagsdómi, sem birt var í gær, 9. febrúar. Þar krefst Kennarasambandið þess að fyrstu verkföllin í fjórum leikskólunum haldi áfram, óháð því hvernig Félagsdómur úrskurði um önnur verkföll. 10. febrúar 2025 07:33
Allir þurfi að vera í verkfalli á sama tíma Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að dómur Felagsdóms, sem dæmdi kennaraverkföll í þrettán leikskólum og sjö grunnskólum ólögmæt, sé það sem þau höfðu vonast eftir. 9. febrúar 2025 19:17
Útilokar ekki frekari aðgerðir Formaður Kennarasambandsins segir að niðurstaða félagsdóms um ólögmæti verkfalls kennara hafi komið á óvart. Kennarar verði að taka niðurstöðunni og á hann ekki von á öðru en þeir mæti til vinnu í verkfallsskólum á morgun. Hann útilokar ekki frekari aðgerðir. 9. febrúar 2025 20:21
Kennaraverkföllin dæmd ólögmæt Félagsdómur dæmdi í dag verkföll Kennarasambands Íslands í 13 leikskólum og sjö grunnskólum víða um land ólögmæt. 9. febrúar 2025 18:33