„Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2025 15:32 Sigurðar Ingimundarson á ærið verk fyrir höndum við að rétta af gengi Keflavíkur áður en það verður um seinan. vísir/Diego Strákarnir í GAZinu ræða í nýjasta þætti sínum um endurkomu Sigurðar Ingimundarsonar og áhrif hans á lið Keflavíkur sem valdið hefur svo miklum vonbrigðum í Bónus-deild karla í körfubolta í vetur. Þá velta þeir fyrir sér hvort að hinn magnaði Remy Martin gæti snúið aftur með Keflavík á næstunni. Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum. Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira
Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru að vanda yfir víðan völl en beindu sjónum sínum sérstaklega að Keflavík sem er aðeins í 10. sæti Bónus-deildarinnar, eftir tap gegn ÍR í síðasta leik. Magnús Þór Gunnarsson stýrði Keflavík í þeim leik, eftir að Pétur Ingvarsson hætti fyrir viku, en nú hefur Sigurður, sem unnið hefur fjölda Íslandsmeistaratitla þó að nokkuð sé liðið síðan síðast, tekið við stjórnartaumunum. Vesenið á Keflvíkingum er orðið það mikið að KR-ingurinn Helgi vonast til þess að þeim takist einhvern veginn að rétta úr kútnum en Sigurður þarf þá að vinna hratt því aðeins fimm umferðir eru eftir fram að úrslitakeppni. „Okkar Siggi Ingimundar, sem við þekkjum, gamli landsliðs Siggi Ingimundar, það er maður sem einmitt labbar inn, sparkar upp hurðinni og keyrir menn í gang. Heldurðu að það sé að fara að ganga? Er of mikill tími liðinn frá því að Siggi Ingimundar var Siggi Ingimundar, til að hann geti núna labbað inn og gert þetta?“ spurði Pavel í GAZinu. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um Keflavík hefst eftir rúmar 14 mínútur. „Þú ert ekki að ganga inn í klefa með sterkan, íslenskan kjarna sem þekkir til Sigga. Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið,“ benti Helgi á og bætti við: „Ég ímynda mér að stjórn Keflavíkur hafi bara fengið nóg af því hvernig menn bera sig inni á vellinum. Keflvíkingar eiga ekki að vera litlir inni á vellinum, ég tala nú ekki um í Keflavík og gegn liði sem þeir „ættu“ að vinna. Menn voru ragir, kraftlitlir og að vorkenna sér. Stjórn Keflavíkur hefur bara sagt „stopp hér“. Menn gera sér grein fyrir því að þeir eru ekki að fara að verða Íslandsmeistarar en fjandinn hafi það, það þarf að berja eitthvað Keflavíkurlegt í þetta lið. „Svona eigið þið að spila sem Keflvíkingar.“ Ég held að Siggi Ingimundar sé tilvalinn í það.“ Gæti Remy Martin snúið aftur? Um leið og Sigurður kemur nú inn sem nýr þjálfari Keflavíkur þá hefur félagið losað sig við Jarell Reischel og Marek Dolezaj. GAZ-bræður veltu svo vöngum yfir því hvort að Keflavík myndi mögulega geta teflt hinum magnaða Remy Martin fram áður en þessi leiktíð er á enda. Hann hefur verið frá keppni síðan hann sleit hásin með því að renna til á auglýsingu á gólfinu í Smáranum í lok apríl á síðasta ári. „Þetta eru 9-12 mánaða meiðsli og hann er skráður í Keflavík. Ég ímynda mér að þeir þurfi bara að borga eitthvað gjald og þá megi hann spila. Myndir þú [taka Remy inn í liðið]?“ spurði Helgi og Pavel var fljótur til svars: „Ég myndi skoða það mjög alvarlega já. Þó það séu ekki nema 15 mínútur af Remy á annarri löpp. Geturðu hlaupið upp og niður í korter til tuttugu mínútur í leik? Komdu!“ Hér að ofan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Þátturinn er aðgengilegur á helstu hlaðvarpsveitum.
Bónus-deild karla Keflavík ÍF Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Minaur Baia Mare | Einum sigri frá riðlakeppninni Handbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Fótbolti Fleiri fréttir Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Sjá meira