Eftir að hafa spilað vel í fyrri hálfleik þá meiddist Davis í þriðja leikhluta og haltraði af velli.
Hann var búinn að skora 26 stig, taka 16 fráköst, gefa 7 stoðsendingar og verja þrjú skot er hann meiddist. Draumurinn breyttist fljótt í martröð.
Davis kom frá LA Lakers í skiptum fyrir Luka Doncic sem fór til LA. Ein stærstu skipti í sögu NBA-deildarinnar og þessi meiðsli Davis eru ekki beint vatn á myllu forsvarsmanna Mavericks sem leyfðu Doncic að fara.